Sóley hættir í borgarstjórn og Líf tekur við

Stjórnsýsla Mannlíf

""
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna og forseti borgarstjórnar, baðst lausnar frá störfum sinum á fundi borgarstjórnar í gær. Líf Magneudóttir tekur sæti Sóleyjar og var kjörin nýr forseti borgarstjórnar á fundinum.
Sóley og fjölskylda hennar eru flutt til Hollands þar sem Sóley er að hefja meistaranám í uppeldisfræðum.
 
Sóley hefur verið borgarfulltrúi Vinstri grænna í 10 ár, fyrstu þrjú árin var hún varaborgarfulltrúi en frá árinu 2009 hefur hún átt sæti í borgarstjórn og þar af síðustu tvö ár sem forseti borgarstjórnar. Hún hefur m.a. átt sæti í almannavarnanefnd, bílastæðanefnd, forsætisnefnd, ofbeldisvarnarnefnd, borgarráði og var síðast formaður mannréttindaráðs.
 
Líf Magneudóttir tekur sæti Sóleyjar og var kjörin nýr forseti borgarstjórnar á fundinum í gær auk þess sem hún tekur sæti Sóleyjar í borgarráði.