Samstarf um að styrkja stöðu kennara

Skóli og frístund

""

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum í dag að efna til samstarfs við fagfélög kennara, háskóla og mennta- og menningarmálaráðuneyti um leiðir til að styrkja faglega stöðu kennara. Markmiðið er að gera kennarastarfið eftirsóknarverðara. 

Samkvæmt tillögu meirihlutans í ráðinu verður áhersla lögð á aðgerðir til að auka nýliðun í stétt grunnskólakennara, bæta starfsumhverfi kennara, m.a. með vísan til lýðheilsumarkmiða Reykjavíkurborgar og efla kennaramenntun, s.s. með vettvangsnámi.

Einnig felur tillagan í sér að skoðað verði sérstaklega hvernig megi ná til einstaklinga með kennsluréttindi sem valið hafa sér annan starfsvettvang með það fyrir augum að hvetja þá til að taka að sér störf við kennslu í skólum borgarinnar.