Hjólið og náttúran í Samgönguviku

Samgöngur Umhverfi

""
Hjólafærni á Íslandi og Landssamtök hjólreiðamanna standa fyrir ráðstefnu í upphafi Samgönguviku undir yfirskriftinni Hjólum til framtíðar: Hjólið og náttúran.
Ráðstefnan er að þessi sinni haldin í Mosfellsbæ og verður í Hlégarði frá kl. 10 – 16.  Hópur úr Reykjavík mun hjóla upp í Hlégarð frá göngu- og hjólabrúnni yfir Elliðaárvog.
Formlegri skráningu á ráðstefnuna lýkur á miðnætti þriðjudaginn 13. september: Opna skráningarform.

Hlúð að hjólaferðamennsku

Tveir erlendir gestir koma til landsins með fróðleik í farteskinu.  Jesper Pörksen framkvæmdastjóri Dansk Cykelturisme. segir frá einkennum og uppbyggingu á danskrar hjólaferðamennsku og Thomas Olesen segir frá verkefninu „100 km af hjólastígum í skógunum í kringum Viborg“.
 
Af öðrum erindum má nefna hjólaferðamennsku með Icebikeadventure, hjólamerktar vegvísanir á Höfuðborgarsvæðinu, hjólreiðatengda endurhæfingu, kynning á hjolreiðar.is og sitthvað fleira. Auk þess verða sveitarfélög, verkfræðistofur, fyrirtæki og félagasamtök með kynningar í anddyri Hlégarðs á sínum hjólatengdu verkefnum.

Dagskrá – Hjólum til framtíðar 2016

9:00 Hjólað frá göngubrúnni yfir Elliðarárvoginn – Árni Davíðsson leiðir
9:20 Hjólað frá bílaplaninu við Bauhaus áleiðis í Hlégarð.
9:30 Afhending ráðstefnugagna í Hlégarði – léttur morgunverður
10:00 Setning - Sesselja Traustadóttir, Hjólafærni á Íslandi, býður gesti velkomna
10.15 A new development of cycling tourism - Jesper Pørksen frá Dank Cykeltourisme (enska)
11.00 Taktu hjólið með! – Magne Kvam frá Icebike adventures
11.25 Taktu hjólið með! – Hrafnhildur Hauksdóttir, ferðalangur á Íslandi
12:00 Hádegishlé – matur
13:00 Ávarp ráðherra – Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
13:05 Why build 100 km of mountainbike trails – in Viborg of all places? – Thomas Olesen framkvæmdastjóri „100 km mtb-spor I Viborg“ (enska)
13:45 Kröfur til hjólreiðamannvirkja –ábyrgð Vegagerðarinnar – Margrét Silja Þorkelsdóttir frá Vegagerðinni
14:15 Merkingar lykilleiða á höfuðborgarsvæðinu – Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg
14:45 Hjólreiðar eru betri – hjólreiðar.is– Páll Guðjónsson úr stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna
15:00 Kaffihlé
15:15 Reiðhjólið - þarfasti þjónninn; Endurhæfing og leitartækni – Sif Gylfadóttir, sjúkraþjálfari á Reykjalundi
15:30 Hjól, hjól, hjól! – Charlotte Bøving leikkona
15:45 Ávarp, afhending Hjólaskálarinnar og Hjólagjarðarinnar – Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar
16:00 Ráðstefnuslit, léttar veitingar.

Útsending frá ráðstefnunni

Á liðnum árum hefur verið sent út frá ráðstefnuni.  „Beina útsendingin nýtur vaxandi vinsælda og á síðasta ári, var uppselt á netinu, allt áhorf var fullnýtt,“ segir Sesselja Traustadóttir hjá Hjólafærni. Þau hvetja því alla sem ætla að fylgjast með netútsendingu til að forskrá sig.
Til að fylgjast með útsendingunni er farið inn á þessa slóðina  https://global.gotomeeting.com/join/948077581
 
Tengt efni: