Sumar vafrakökur eru nauðsynlegar til þess að vefsvæðið virki eðlilega og eru þær sjálfkrafa virkar. Hægt er að fá nánari upplýsingar um þessar vefkökur í vefkökustefnu okkar.
Stillingar
Kökur í þessum flokki gera vefsíðunni kleift að geyma stillingar sem stjórna því hvernig vefsíðan lítur út eða hegðar sér fyrir hvern notanda. Virkni gæti m.a. boðið upp á að birta ákveðin gjaldmiðil, staðsetningu, tungumál eða litaþema.
Tölfræði
Tölfræðilegar vafrakökur hjálpa okkur að bæta heildarupplifun gesta á vefsvæðinu með því að safna upplýsingum um notkun.
Reykjavíkurborg notar Siteimprove til slíks auk þess að greina vefnotkun, telja heimsóknir á síðuna.
Aðrar kökur
Vafrakökur í þessum flokki hefur enn ekki verið komið fyrir í viðeigandi flokk og tilgangur þeirra gæti verið óljós eins og er.
Sunnudaginn 17. Júlí verður hin árlega Harmonikuhátíð Reykjavíkur haldin venju samkvæmt í Árbæjarsafni og hefst dagskráin kl. 13.00. Þarna er einstakt tækifæri til að kynnast og njóta í návígi margra okkar bestu og þekktustu harmonikuleikara í mögnuðu umhverfi safnsins.
Þessi árlega harmonikuhátíð í Árbæjarsafni, hefur síðustu árin notið sívaxandi vinsælda og er nú orðin einn fjölsóttasti viðburður safnsins, enda ógleymanlegt tækifæri fyrir alla aldurshópa til að rifja upp sögu okkar við viðeigandi undirleik ljúfrar harmonikutónlistar á fallegum sumardegi í Minjasafni Reykjavíkurborgar.
Dagurinn er tileinkaður Karli Jónatanssyni harmonikuleikara og stofnanda Harmonikuhátíðar Reykjavíkur, en Karl féll frá á nítugasta og öðru aldursári í byrjun þessa árs. Hátíðin verður í ár, og héðan í frá, haldin í minningu Karls en eins og margir muna eflaust skemmti hann einmitt gestum Árbæjarsafns með fágaðri spilamennsku um árabil alla sunnudaga yfir sumartímann.