Grafarvogsdagurinn á laugardaginn
Grafarvogsdagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 17. maí næstkomandi.
Að venju er um fjölbreytta dagskrá að ræða þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Dagskrá Grafarvogsdagsins:
9:00-11:00
Morgunkaffi í pottunum í Grafarvogslaug. Sundlaug Grafarvogs býður gestum að gæða sér á ilmandi morgunkaffi í heitu pottunum. Frítt í sund meðan á morgunkaffi stendur.
11:00-12:00
Karatedeild Fjölnis með sýningu í Dalhúsum. Aðgangseyrir 500 kr., frítt fyrir 12 ára og yngri.
11:00-15:00
Bílskúrssala í Hamrahverfi. Allt sem hugurinn girnist. Föt og aðrir fjársjóðir. Heitt kaffi á könnunni. Allir velkomnir í Stakkhamra 14.
12:30
Ganga frá norðurenda bílastæðis Borgarholtsskóla. Korpúlfar bera góða andann frá Korpúlfsstöðum í ný húsakynni sín í félagsmiðstöðinni Spönginni 43. Allir velkomnir í gönguna.
13:00-15:00
Hátíðarhöld við Spöngina:
Spöngin býður Grafarvogsbúum og öðrum gestum til hátíðarhalda. Fyrirtæki í Spönginni taka vel á móti gestum, ýmis tilboð og kynningar, grillaðar pylsur og margt fleira. Grunnskólaboðhlaupið, hoppukastalar, veltibíllinn, kassaklifur, leiktæki, bókabíllinn, andlitsmálun og margt fleira.
Dagskrá á sviði við Spöngina:
Helgistund undir berum himni, töframaður, Gói og Kristín, atriði frá félagsmiðstöðvum og frístundaheimilum, afhending Máttarstólpans.
13:00-15:00
Opið hús í nýju félagsmiðstöðinni í Spöng:
Opið verður í nýju félagsmiðstöðinni í Spöng. Aðilar í húsinu kynna starfsemina. Korpúlfar, samtök eldri borgara í Grafarvogi, taka vel á móti fólki í nýju húsakynnum sínum í félagsmiðstöðinni. Hugmyndibanki á staðnum þar sem stýrihópur um framtíðarsýn Gufuness kallar eftir hugmyndum og ábendingum íbúa.
13:00-16:00
Opið hús hjá Íslenska gámafélaginu:
Íslenska gámafélagið býður alla hjartanlega velkomna á opið hús á Grafarvogsdaginn. Boðið verður upp á mótorhjóla- og ruslabílarúnt, hestarúnt, ruslaskrímslin verða á staðnum, akstur á heyvagni, hoppukastalar, kandýfloss, pylsur og fleira. Leiðsögn og kynning á Endurvinnsluþorpinu í Gufunesi. Skoðunarferð í tveggja hæða strætó um Grafarvoginn. Starfsfólk Íslenska gámafélagsins hlakkar til að taka vel á móti nágrönnum sínum í Grafarvogi.
14:00
Leikur í 2. fl. kvenna.
Fjölnir—Valur/ÍR á gervigrasvellinum við Egilshöll. Frítt inn.
15:00-17:00
Opið hús í Egilshöll:
Dagskrá í Egilshöll hefst klukkan 15:00 og er til 17:00.
Diskótek á skautasvellinu í boði K100. Hoppukastalar og andlitsmálning fyrir yngstu kynslóðina. Fjölbreytt íþróttadagskrá í boði ýmissa deilda Fjölnis. Frí keilukennsla og ýmis tilboð í Keiluhöllinni. Opið hús í World Class og spennandi tímar. Skotfélag Reykjavíkur verður með opið hús og býður gestum að prófa. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna!
Sambíóin í Egilshöll bjóða frítt í bíó á fjórar sýningar kl. 12:30.
Allir eru velkomnir að taka þátt í deginum.
Íbúar og fyrirtæki í Grafarvogi eru hvött til að draga fána að húni og skreyta hús sín í lit síns hverfis.