Fyrsti fundur í fundarröð umhverfis- og skipulagssviðs um skipulagsmál í borginni í víðu samhengi tókst vel en á milli 70 og 80 manns sóttu fund sl. þriðjudagskvöld á Kjarvalsstöðum undir yfirskriftinni Hver á borgina?
Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs leiddi fundinn en auk hans höfðu Margrét Harðardóttir, arkitekt hjá Studio Granda, Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent við lagadeild HÍ, og Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, framsögu á fundinum. Líflegar umræður urðu á fundinum um deiliskipulagsmál, þéttingu byggðar og viðhald húsa.
Fundurinn var sá fyrsti í fundaröð sem umhverfis- og skipulagssvið hyggst standa fyrir í vetur um skipulagsmál í víðu samhengi en yfirskrift fundanna verður Borgin – heimkynni okkar. Næsti fundur verður á Kjarvalsstöðum miðvikudaginn 12. nóvember klukkan 20.00 og er hann helgaður loftslagsmálum. Góðir gestir munu flytja stutt erindi. Þrír fundir verða á næsta misseri og verður greint frá þeim síðar.
Verið velkomin á fundina!