Allir framboðslistar samþykktir

Kosningar Stjórnsýsla

""

Átta framboðslistar bárust yfirkjörstjórn Reykjavíkur á fundi hennar á laugardaginn. Öll framkomin framboð voru úrskurðuð gild.

Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis tók á móti átta framboðslistum og meðfylgjandi listum yfir meðmælendur laugardaginn 10. maí sl. Á sunnudaginn fundaði yfirkjörstjórn með umboðsmönnum þeirra framboða sem lagt höfðu fram lista. Öll framkomin framboð voru úrskurðuð gild og merkt með þeim listabókstöfum sem framboðin höfðu óskað eftir. Listarnir eru eftirfarandi:

R-listi Alþýðufylkingarinnar

Æ-listi Bjartrar framtíðar

T-listi Dögunar í Reykjavík

B-listi Framsóknar og flugvallarvina

Þ-listi Pírata

S-listi Samfylkingar

D-listi Sjálfstæðisflokks

V-listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs