Mannréttindaráð - Fundur nr. 128

Mannréttindaráð

Ár 2014, 11. febrúar var haldinn 128. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.18. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Bjarni Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, SJÓN, Magnús Sigurbjörnsson og Elín Oddný Sigurðardóttir. Jafnframt sat fundinn Halldóra Gunnarsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Harpa Ingólfsdóttir ferlihönnuður og byggingarfræðingur kynnti vefsíðuna Access Iceland.

2. Lögð var fram tillaga mannréttindaráðs um starfhlutfall mannréttindafulltrúa sviða.(R14020052). Frestað.

3. Lögð var fram tillaga mannréttindaráðs um borgarstjórnarfund innflytjenda.(R14020023). Tillagan samþykkt samhljóða.

4. Undirbúningsteymi vegna fjölmenningardags 2014. Ákveðið að Lára Jóna Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Stefánsdóttir muni starfa með fjölmenningarráði og starfsmönnum mannréttindaskrifstofu að undirbúningi fjölmenningardags. (R14020070).

Fundi slitið kl.13:30

Margrét K. Sverrisdóttir

Marta Guðjónsdóttir SJÓN

Elín Oddný Sigurðardóttir                                                               Bjarni Jónsson 

Magnús Sigurbjörnsson Margrét Kristín Blöndal