Vorið hefst með Grænu skrefi

Grænn apríl hófst í Fjölskyldu- og húsdýrgarðinum með því að Jón Gnarr borgarstjóri afhenti starfsfólki garðsins viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið, sjá nánar á www.reykjavik.is/graenskref. Viðurkenningin er fyrir fyrsta skrefið af fjórum en í því felst að efla vistvænan rekstur og m.a. flokka sorp.  Alls er  95% af úrgangi garðsins flokkaður og því einungis 5% skilað sem óflokkuðu rusli. Tómas Óskar Guðjónsson forstöðumaður garðsins bendir á að þrátt fyrir aukinn kostnað vegna gámaleigu og sorplosunar hefðu útgjöld vegna sorphirðu í garðinum staðið í stað undanfarin ár.  Hann sagði helsta ávinningin af Grænu skrefunum þó felast í umhverfisvernd sem verði ekki metin til fjár. Alls falla til um 200.000 kg á ári af úrgangi í garðinum eða um eitt kíló á hvern gest. Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum er flokkað daglega í  30 sorpflokka og hefur fjöldi flokka fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár.