Forvarnarsjóður Reykjavíkur

Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrk úr forvarnarsjóði Reykjavíkur.

Hlutverk sjóðsins er að stuðla að forvörnum og efla félagsauð í hverfum Reykjavíkur. Markmið sjóðsins er að styrkja forvarnarverkefni í samræmi við forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar, annars vegar í einstökum hverfum og hins vegar almennt í borginni. Í forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar er m.a. lögð áhersla á að bæta andlega líðan, heilsu og sjálfsmynd barna og ungmenna sem og að draga úr og hindra neikvæða hegðun, svo sem vímuefnaneyslu, ofbeldi og afbrot. Hlutverk sjóðsins er jafnframt að vinna að eflingu félagsauðs og stuðla að hvers kyns framförum í hverfum borgarinnar.

Úthlutunarreglur og rafrænt umsóknareyðublað ásamt öðrum upplýsingum er að finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/forvarnarsjodur.