Opinn íbúafundur hverfisráðs Kjalarness

Hverfisráð Kjalarness boðar til opins íbúafundar fimmtudaginn 13. september næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Fólkvangi og hefst kl. 17.30.

Á fundinum verður kynning á breyttri sorphirðu og aukinni endurvinnslu í Reykjavík. Á fundinn kemur Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri hjá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, til að kynna nýja skipulagið. Nýja skipulagið verður innleitt í áföngum í einu hverfi í einu og byrjað verður á Kjalarnesi í október á þessu ári.

Kjalnesingar eru hvattir til að fjölmenna og taka þátt í umræðunni.

Heitt á könnunni.

Kær kveðja,
hverfisráð Kjalarness.