Hver er bestur í vistvænum samgöngum?

Frestur til að skila inn tilnefningum vegna samgönguviðurkenningar Reykjavíkurborgar hefur verið framlengdur til mánudagsins 17. september.

Leitað er eftir tilnefningum um fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök . Óskað er eftir rökstuðningi með hverri tilnefningu. Tilnefningar verða metnar í ljósi samgönguviðmiða í umhverfisstjórnunarkerfinu ,,Græn skref í starfsemi Reykjavíkurborgar“. Tillögur skulu berast Reykjavíkurborg í síðasta lagi mánudaginn17. september næstkomandi, merktar ,,Samgönguviðurkenning". Þær sendist á póstfangið graenskref@reykjavik.is eða á heimilisfangið Borgartún 12 - 14, 105 Reykjavík.

Samgönguviðurkenning Reykjavíkurborgar verður veitt í fyrsta sinn nú í haust í tengslum við evrópsku samgönguvikuna sem haldin er 16. - 22. september ár hvert.  Fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir sem stigið hafa mikilvæg skref í starfsemi sinni í átt til vistvænni samgöngumáta koma til álita og verða viðurkenningar veittar í þremur flokkum: lítil fyrirtæki, stór fyrirtæki og félagasamtök. Dómnefndin byggir val sitt á árangri og aðgerðum sem fyrirtæki hafa gripið til til að draga úr umferð á sínum vegum og einfalda starfsfólki að nýta sér aðra samgöngumáta en einkabílinn. Samgönguviðurkenningin verður veitt 20. september.

ÍtarefniGátlisti vegna samgönguviðmiða.