Skólahljómsveitir

Vandað tónlistarnám og tónlistaruppeldi fer fram í skólahljómsveitunum fjórum sem starfræktar eru á vegum Reykjavíkurborgar. Nota má frístundakortið til að greiða niður námsgjöld.

""

Skólahljómsveit Austurbæjar

Skólahljómsveit Austurbæjar þjónar Álftamýrar-, Breiðagerðis-, Fossvogs-, Hvassaleitis-, Langholts-, Laugalækjar-, Laugarnes-, Réttarholts- og Vogaskóla. 

""

Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar

Skólahljómsveit Vesturbæjar var stofnuð 18. nóvember 1954 og var ein tveggja fyrstu skólahljómsveita í Reykjavík.

""

Skólahljómsveit Grafarvogs

Skólahljómsveit Grafarvogs þjónar Borga-, Dalskóla, Engja-, Folda-, Hamra-, Húsa-, Ingunnar-, Rimaskóla, Sæmundar- og Víkurskóla. 

""

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts var stofnuð veturinn 1968-1969. Í henni eru börn og unglingar úr öllum grunnskólum í Árbæjar- og Breiðholtshverfum.

Hljóðfærin

Í skólahljómsveitunum er kennt á öll helstu málm-, tré-og slagverkshljóðfæri. Hægt er að óska eftir því að leigja hljóðfæri hjá hljómsveitunum um leið og sótt er um nám í skólahljómsveit.

Námsmarkmið

Hér finnur þú yfirlit yfir námsmarkmið fyrir öll hljóðfæri sem kennt er á í skólahljómsveitum Reykjavíkur. 

Hvað kostar að vera með í skólahljómsveit?

Með því að smella á gjaldskrá skólahljómsveita hér fyrir neðan getur þú séð hvað nám í skólahljómsveit og hljóðfæraleiga á önn kostar. Þú getur nýtt frístundakort Reykjavíkurborgar til þess að greiða með hluta skólagjalda hjá skólahljómsveitunum.

Hlutverk og markmið

  • Stuðla að aukinni hæfni nemenda til að flytja, greina og skapa tónlist og til að hlusta á tónlist og njóta hennar
  • Jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms
  • Efla félagsleg samskipti
  • Efla sjálfsaga, samvinnu og sjálfstæð vinnubrögð
  • Stuðla að aukinni tónlistarþekkingu og veita nemendum tækifæri til að koma fram
  • Stuðla að tónlistaruppeldi annarra ungmenna með því að koma fram á vegum grunnskólanna

Gögn og tenglar

Bréf til foreldra vegna umsókna

Hér má nálgast bréf til foreldra vegna umsókna í skólahljómsveitir í Reykjavík veturinn 2023-2024

Viðhorf foreldra barna í skólahljómsveitum

Könnunin var framkvæmd í apríl og maí 2018.

Markmið foreldrakannana á vegum skrifstofu skóla- og frístundasviðs er fyrst og fremst fjórþætt:

  • Að foreldrar geti tjáð sig um þjónustuna
  • Að stjórnendur starfsstaða fái endurgjöf á þjónustuna
  • Að stjórnendur starfsstaða fái endurgjöf á þjónustuna
  • Að stjórnendur starfsstaða nýti upplýsingarnar til að halda í styrkleika starfseminnar og til að bæta enn frekar starfið
  • Að stjórnendur á skrifstofu skóla- og frístundasviðs og kjörnir fulltrúar fái upplýsingar um þjónustuna til að geta sinnt eftirlitsskyldu sinni

Allir foreldrar sem áttu barn/ungling skráð í skólahljómsveit vorið 2018 fengu senda beðni um þáttöku. Ekki var spurt um fleiri en eitt barn frá sama heimili. Könnunin var fyrst send á netfang annars foreldris og svo hins.