Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst tillaga  að deiliskipulagi í Reykjavík.
 
Umhverfis og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti þann 15. júní 2016 og borgarráð Reykjavíkur þann 30. júní 2016 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 2 fyrir svæðið sem afmarkast milli Tranavogar og að Kleppsmýrarveg. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir svæði 2 í Vogabyggð. Í tillögunni felst endurskipulagning á svæðinu, þar sem iðnaðarstarfsemi víkur fyrir blandaðri byggð íbúða, atvinnu, skrifstofu, verslana og þjónustu. Í skipulaginu er lögð áhersla á 3-5 hæða byggð, heildstæðar götumyndir og borgarmiðað gatnakerfi. Lagt er upp með fjölbreyttar lausnir almenningsrýma með áherslu á sólríka og skjólmyndandi staði.
 
Tillagan ásamt greinargerð, skilmálum og umhverfisskýrslu liggja frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 - 16:15,  frá 19. ágúst 2016 til og með 30. september  2016.
 
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.
Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega, til umhverfis - og skipulagssviðs, b.t. skipulagsfulltrúa,  eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 30. september 2016. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 2 =