Visthæfir bílar

1. janúar 2022 tóku gildi nýjar reglur um visthæfar bifreiðar. 

Visthæf klukkuskífa

Á að stilla á þann tíma sem bifreið er lagt og er gildistíminn 90 mínútur frá þeim tíma. Athuga að það þarf líka að stilla skífuna leggi maður í hleðslustæði til að hlaða bílinn.

Þeir sem hafa rétt á visthæfum skífum

  • Bifreiðar sem ganga eingöngu fyrir rafmagni, rafgeymabílar og skráða lengd minni en 5 m.
  • Bifreiðar sem ganga fyrir vetni og skráða lengd minni en 5 m.

Gjaldfrelsi

Skilyrði fyrir að heimilt sé að leggja visthæfum bifreiðum í gjaldskyld bílastæði án endurgjalds er að gild visthæf skífa, útgefin af Reykjavíkurborg, sé í framrúðu bifreiðar sbr. reglur um visthæfa bíla. Gjaldfrelsi fellur niður sé bifreið á negldum hjólbörðum. 

Óheimilt er að endurstilla skífuna. Sé þörf á lengri tíma er hægt að kaupa tímamiða fyrir þann tíma sem upp á vantar og stilla visthæfa skífu á þann tíma sem tímamiði rennur út. Einnig geta ökumenn nýtt GSM greiðslukerfi þegar visthæf skífa rennur út. 

Takmarkanir

Gjaldfrelsi gildir einungis fyrir bifreiðar með klukkuskífum útgefnum af Reykjavíkurborg og fellur niður ef bifreið er á nagladekkjum.

Tími

Tími gjaldfrelsis miðast við hverja ökuferð en endurnýjast ekki við tilflutning milli bílastæða.

Heimildin fellur niður sé bifreiðin á negldum hjólbörðum. 

Nýjar útgefnar heimildir samkvæmt ofanskráðum reglum skulu gilda til ársloka 2021. Þá verða allar heimildir innkallaðar og endurskoðaðar. Gildistími skal koma fram á klukkuskífum. 

Endurnýja þarf skífur þegar gildistími rennur út, að því gefnu að ökutími uppfylli þær reglur sem í gildi eru. 

Samþykkt í borgarráði 7. apríl 2016

Hvert er skífan sótt?

Klukkuskífur færðu hjá Þjónustuveri Reykjavíkurborgar. Við sendum þér skífu í pósti. Veldu þá leið sem hentar þér best.

Skífur fást einnig afhentar í Þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14 og í bílaumboðum.