Velkomin til starfa í leikskóla | Reykjavíkurborg

Velkomin til starfa í leikskóla

 

   

 

Velkomin(n) til starfa í leikskóla

Leikskólar eru skemmtilegir og gefandi vinnustaðir með fjölbreyttum starfsmöguleikum. Þar er líklegt að þú getir nýtt þínar sterkustu hliðar hverjar sem þær eru.

Í leikskólum borgarinnar leika og læra börn á aldrinum 1-6 ára. Með því að starfa í leikskóla getur þú tekið þátt í að móta framtíðina á hverjum degi. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar er dýrmætur grunnur lagður að þekkingu og þroska barna.

Þessum vef er ætlað að fræða þig um leikskólastarf og starfsumhverfi Reykjavíkurborgar til að tryggja að þú fáir þær upplýsingar sem þú þarft þegar þú hefur störf.

Vefurinn er uppbyggður með eftirfarandi hætti:

 

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 12 =