Utangarðsfólk | Reykjavíkurborg

Utangarðsfólk

Utangarðsfólk telur á annað hundrað í Reykjavík. Velferðarsvið sér um að þjónusta þennan hóp fyrir hönd borgarinnar. Reynt er að mæta þörfum þessa hóps eins og kostur er en hér að neðan má sjá þjónustu sem ætluð er utangarðsfólki. Það er Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða sem heldur utan um málefni utangarðsfólks hjá velferðarsviði.

  • ""

Hvaða þjónusta er í boði fyrir utangarðsfólk?

Reykjavíkurborg býður utangarðsfólki ýmis úrræði, bæði hvað varðar næturgistingu og fæði sem og stuðning. Ráðgjafateymi hefur nú verið starfrækt um tíma, en það færanlegt vettvangsteymi sérfræðinga sem aðstoðar fólk sem á í erfiðleikum vegna vímuefnafíknar og/eða geðsjúkdóma. Eins hefur Hjálpræðisherinn og Samhjálp unnið mikið starf fyrir heimilislausa og fólk í vímuefnavanda.

Hvar getur utangarðsfólk fengið húsaskjól?

Reykjavíkurborg rekur nokkra staði sem veita útigangsfólki næturathvarf. Gistiskýlið er rekið sem neyðarathvarf fyrir allt að 20 heimilislausa karlmenn. Eins eru rekin tvö heimili fyrir karla í vímuefnavanda. Konur geta leitað í Konukot í neyð eða komist að hjá heimili fyrir konur í vímuefnavanda. Samhjálp rekur kaffistofu sem opin er yfir daginn.

Hvert getur útigangsfólk leitað sér stuðnings?

Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða fer með málefni utangarðsfólks. Ráðgjafar frá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða hafa farið í vettvangsferðir á þá staði í miðborginni sem utangarðsfólk venur komur sínar.  Tilgangurinn er að miðla upplýsingum til þess um þá þjónustu sem í boði er og jafnframt fá ráðgjafar betri mynd af aðstæðum.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

12 + 0 =