Utangarðsfólk | Reykjavíkurborg

Utangarðsfólk

Utangarðsþjónusta er fyrir fjölbreyttan hóp fólks sem af ýmsum ástæðum getur ekki haldið heimili. Velferðarsvið sér um að þjónusta þennan hóp fyrir hönd borgarinnar. Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða heldur utan um málefni utangarðsfólks hjá velferðarsviði.

Vinnuaðferðir og hugmyndafræði taka mið af þeim flóknu verkefnum sem þjónusta við utangarðsfólk felur í sér. Áhersla er lögð á sjálfstætt líf meðal notenda með skerta færni. Batahugmyndafræði er fylgt í þjónustu við fólk með alvarleg geðræn frávik og geðfötlun. Þá er skaðaminnkandi nálgun lögð til grundvallar þjónustu við fólk með fíkn og í neyslu.

Samkvæmt úttekt Velferðarsviðs Reykjavíkur voru 349 einstaklingar skráðir sem utangarðs og/eða heimilislausir í Reykjavík í júní 2017.

  • ""

Hvaða þjónusta er í boði fyrir utangarðsfólk?

Reykjavíkurborg býður utangarðsfólki ýmis úrræði, bæði hvað varðar næturgistingu, ráðgjöf og stuðning við að fá húsnæði og sérfræðiaðstoð. Eins hefur Hjálpræðisherinn og Samhjálp unnið mikið starf fyrir heimilislausa og fólk í vímuefnavanda.

Hvar getur utangarðsfólk fengið húsaskjól?

Tvö neyðarskýli eru starfsrækt á vegum velferðarsviðs. Í Konukoti, sem er undir daglegri stjórn Rauða Krossins, er næturpláss fyrir 12 konur. Gistiskýli fyrir karla er með gistipláss fyrir 25 karla. Samhjálp rekur kaffistofu sem opin er yfir daginn. Hluti þessa hóps þarf til lengri eða skemmri tíma á stuðningi í búsetu að halda. Reykjavíkurborg hefur útvegað þessu fólki húsnæði og veitt viðeigandi stuðning samkvæmt hugmyndafræðinni um „heimili fyrst“.

Hvert getur útigangsfólk leitað sér stuðnings?

Þó Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða fari með málefni utangarðsfólks, er hægt að fá ráðgjöf og aðstoð á öllum þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Vettvangs- og ráðgjafateymi (VOR-teymi) er færanlegt vettvangsteymi sérfræðinga sem aðstoðar fólk sem á í erfiðleikum vegna vímuefna og/eða geðsjúkdóma. Tilgangurinn er aðstoða heimilislaust fólk og að miðla upplýsingum til þess um þá þjónustu sem í boði er og jafnframt fá ráðgjafar betri mynd af aðstæðum.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 13 =