Úrbótasjóður tónleikastaða í Reykjavík

Litlir og miðlungsstórir tónleikastaðir í Reykjavík geta sótt um styrk úr nýjum úrbótasjóði sem styður úrbætur á aðstöðu, aðgengi og aðbúnaði tónleikastaða. 

Sækja skal um styrk úr úrbótasjóði í gegnum Mínar síður hér á vefnum.

Hvernig er sótt um?

Sótt er um í úrbótasjóðinn í gegnum umsókn á Mínum síðum hér á vefnum. 

Hverjir geta sótt um og hvað er styrkt?

Heimilt er að veita styrki úr sjóðnum til smærri og miðlungsstórra tónleikastaða og menningarhúsa er sinna tónleikahaldi í Reykjavík vegna úrbóta er varða aðstöðu, aðgengi og aðbúnað.

Skilyrði fyrir úthlutun úr sjóðnum er að umsækjendur leggi fram áætlun um rekstur tónleikastaða a.m.k. tvö ár fram í tímann, skýri frá stefnu og áherslum er varða tónleikahald, geti sýnt fram á góða stjórnarhætti og trúverðugleika eigenda og stjórnenda og séu með samning við STEF vegna opinbers flutnings á tónlist. Einnig verður að fylgja með kostnaðaráætlun yfir fyrirhugaðar úrbætur ásamt upplýsingum um hvernig staðurinn hyggst fjármagna sinn hluta kostnaðarins. Styrkþegar skulu gera grein fyrir ráðstöfun styrkfjárins fyrir lok úthlutunarárs.

Mat á umsóknum

Faghópur fer yfir umsóknir og skilar greinargerð um þær til menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs, sem tekur endanlega ákvörðun um hvaða staðir hljóta styrk. Þrír fulltrúar eru í faghópnum, einn tilnefndur af menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og tveir tilnefndir af hagsmunasamtökum innan tónlistar er leggja sjóðnum til fé. Ekki er gert opinbert fyrr en að greint hefur verið frá endanlegri niðurstöðu ráðsins hverjir sitja í faghópnum. 

Hlutverk

Hlutverk úrbótasjóðs er að styðja við tilvist minni og miðlungs stórra tónleikastaða í Reykjavík með því að veita styrki til úrbóta á tónleikastöðunum hvað varðar aðstöðu, aðbúnað og aðgengi. Þannig er stuðlað að áframhaldandi aðstöðu fyrir lifandi tónlistarflutning í borginni sem styður um leið við tónlistarlífið og eflir mannlífið. Gert er ráð fyrir að styrkhafar beri sjálfir fjórðungs hluta kostnaðar við úrbæturnar. Heimilt er að reikna kostnað við eigið vinnuframlag.

Fleiri spurningar?

Sendu okkur línu á tonlistarborgin@reykjavik.is

 

Tónlistarborgin Reykjavík hefur það markmiði að næra frekari uppbyggingu iðnaðarins í borginni.