Umhverfisstjórnun

Umhverfisstjórnun snýst um að setja umhverfisstarf fyrirtækja eða stofnana í skipulegan farveg. Meginmarkmiðið með umhverfisstjórnun er að draga úr þeim umhverfisáhrifum sem fyrirtæki og stofnanir hafa á umhverfið. Þessi umhverfisáhrif geta verið vegna mengunar t.d. vegna samgangna, frárennslis, sorps og hættulegra efna en einnig þau áhrif sem notkun auðlinda hefur t.d. pappírsnotkun, vatnsnotkun, hita- og rafmagnsnotkun.

Umhverfisstjórnunarkerfi er umgjörð umhverfisstjórnunar og felst í að greina þá þætti í starfsemi fyrirtækisins / stofnunarinnar sem hafa áhrif á umhverfið, setja fram aðgerðaáætlun til að draga úr þeim og fylgja árangrinum eftir með stöðugar úrbætur í huga.

Græn skref í rekstri Reykjavíkurborgar

Reykjavíkurborg rekur eigið umhverfisstjórnunarkerfi sem nefnist Græn skref í starfsemi Reykjavíkurborgar. Allir geta nálgast upplýsingar um verkefnið og nýtt sér þá gátlista sem má finna á vef verkefnisins. Eingöngu vinnustaðir Reykjavíkurborgar geta hins vegar fengið viðurkenningu Grænna skrefa. Sjá nánar á vefsíðu Grænna skrefa.

Grænfáni og Bláfáni

Önnur umhverfisstjórnunarkerfi sem vinnustaðir Reykjavíkurborgar taka þátt í eru Grænfánaverkefnið og Bláfánaverkefnið sem eru hvorutveggja í umsjón Landverndar. Átján grunnskólar og 28 leikskólar í Reykjavík taka þátt í Grænfánaverkefninu sem og Vinnuskóli Reykjavíkur og Náttúruskóli Reykjavíkur. Ylströndin í Nauthólsvík er handhafi Bláfánans.

ISO14001

Umhverfisstjórnun hjá umhverfis- og skipulagssviði er að hluta til vottað af þriðja aðila samkvæmt ISO14001 staðlinum. Gert er ráð fyrir að allt sviðið verði vottað fyrir lok árs 2013.

Umhverfisstefna umhverfis- og skipulagssviðs. 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

8 + 1 =