Um notkun korta | Reykjavíkurborg

Notendum Borgarvefsjár er bent á að upplýsingar á kortunum eða annars staðar í Borgarvefsjánni eru mismunandi að gæðum, bæði hvað nákvæmni og áreiðanleika varðar, og fer það eftir uppruna gagna, aldri og aðferð við að afla þeirra. Af þessum ástæðum getur Reykjavíkurborg ekki borið ábyrgð á réttleika þeirra, og þar með á beinu eða óbeinu tjóni sem hljótast kann af notkun þeirra, enda þótt stöðugt sé unnið að viðhaldi og uppfærslu gagnasafna Landupplýsingakerfis Reykjavíkur, LUKR, en þaðan koma kortaupplýsingarnar. Sama gildir um ábyrgð Orkuveitunnar og Mílu ehf. á legu lagna þeirra og einnig um upplýsingar um hús, götukanta og fleira í grannsveitarfélögum Reykjavíkur sem geymdar eru í LUKR.

 

Enda þótt Borgarvefsjá veiti góðar byrjunarupplýsingar er af framangreindum ástæðum ekki rétt eða heimilt að ráðast í framkvæmdir á grundvelli upplýsinga úr henni, heldur skal ávallt leita staðfestingar hjá viðkomandi stofnun. Í Reykjavík veitir Umhverfis- og skipulagssvið formlegt framkvæmdaleyfi fyrir hönd Reykjavíkurborgar.

Upplýsingar um lagnir Orkuveitunnar eða símalagnir Mílu ehf. í Borgarvefsjá er EKKI hægt að nota sem heimild um staðsetningu áður en grafið er. Nánari upplýsingar um staðsetningu lagna Orkuveitunnar fást í síma 516 6000 eða í afgreiðslu Orkuveitunnar á Bæjarhálsi 1, en lagnir Mílu ehf. á Stórhöfða 22 - 30, sími 585 6000. Framkvæmdaaðili sem hyggst grafa í borgarlandi skal sækja um graftar- og tengingaleyfi til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar (sími 411 8000).

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 12 =