Tónstofa Valgerðar

Tónlistarskóli

Stórhöfði 23
110 Reykjavík

""

Sækja um tónlistarnám

Þú getur sótt um tónlistarnám við Tónstofu Valgerðar á rafrænan hátt með því að fylla út umsókn í gegnum heimasíðu skólans.

Um tónstofu Valgerðar

Í Tónstofunni fer fram tónlistarkennsla fyrir nemendur á öllum aldri sem vegna fatlana og eða sjúkdóma þurfa sérstakan stuðning. Tónstofan er eini tónlistarskólinn á landinu þar sem þessir einstaklingar njóta forgangs. Framvinda og markmið kennslunnar sem og kennsluaðferðirnar taka mið af forsendum, þörfum og óskum hvers einstaks nemanda.

Nemendur Tónstofunnar geta lagt stund á hefðbundið tónlistarnám. Þeir geta einnig notið fjölþættrar tónlistarkennslu og þjálfunar sem beinist að því að efla tónnæmi og tónlistarfærni, bæta líðan og veita sköpunarþörfinni útrás. Í þessu felst sérstaða Tónstofunnar og mikilvægi. Hún stendur vörð um inngildingu, jöfnuð og réttindi fatlaðs fólks til að nýta og þróa hæfileika sína og til að taka virkan þátt  í menningarlífi og listum. Skólinn starfar í samhljóðan við alþjóðlegar yfirlýsingar og samninga á sviði mannréttinda, innlend lög og reglugerðir er varða menntun og réttindi fólks með fötlun, opinberar menntastefnur ríkis og sveitarfélaga, sem og aðalnámskrá tónlistarskóla og skólanámskrá Tónstofunnar. 

Skólastjóri er Valgerður Jónsdóttir