Vítamín - námskeið Hins hússins | Reykjavíkurborg

Vítamín - námskeið Hins hússins

Vítamín er 8 vikna námskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 18 - 24 ára. Á námskeiðunum er ungu fólki veitt aðstoð við að hasla sér völl á vinnumarkaði með ýmsum leiðum. Umsóknir um Vítamín - námskeið fara í gegnum atvinnuráðgjafa Reykjavíkurborgar og/eða Vinnumálastofnun.

Hvað eru Vítamín - námskeið?

Vítamín er 8 vikna námskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 18 - 24 ára. Markmiðið er að styrkja og virkja þátttakendur og aðstoða þá að finna út hvað þeir vilja gera í framtíðinni og hvernig þeir geta framkvæmt það. Námskeiðið er í 8 vikur og er frá kl: 10:00 til 15:00 frá mánudegi til fimmtudags. Þátttakendur fá léttan hádegismat á meðan á námskeiðinu stendur.

Hvað er gert á Vítamín - námskeiðum?

Gerðar eru ýmsar stuttar æfingar, farið er í fjármálafræðslu, leiðir til að koma hugmyndum í framkvæmd eru skoðaðar, tækifæri erlendis könnuð, fólk er aðstoðað við atvinnuleit og margt fleira. Reynt er að bjóða þátttakendum upp á tækifæri til þess að fá reynslu á vinnumarkaði í gegnum starfskynningu, sjálfboðaliðastarf eða með því að vinna að eigin hugmynd í Hinu húsinu.

Hvernig er sótt um?

Umsóknir um Vítamín - námskeið fara í gegnum atvinnuráðgjafa Reykjavíkurborgar og/eða Vinnumálastofnun.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra Vítamíns í gegnum síma 411 5500 og netfangið hitthusid@hitthusid.is.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

9 + 0 =