Vetrarhátíð í Reykjavík | Reykjavíkurborg

Vetrarhátíð í Reykjavík

Vetrarhátíð er haldin árlega í febrúarmánuði til að auðga menningarlíf höfuðborgarsvæðisins á þorra. Markmið hátíðarinnar er að lýsa upp mesta skammdegið í febrúar með viðburðum og uppákomum af ýmsu tagi, stórum sem smáum. 

Heimasíða Vetrarhátíðar.

Fjölbreytt dagskrá

Hátíðin gefur borgarbúum og gestum tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá sér að kostnaðarlausu. Vetrarhátíðin fagnar ljósi og vetri og dagskráin tengist menningu og listum, orku og atvinnulífi, félags- og skólastarfi, útivist, íþróttum, leikjum, umhverfi og sögu.

Vetrarhátíðin er fyrir alla

Leitast er við að dagskráin endurspegli fjölbreytt mannlíf borgarinnar þegar daginn tekur að lengja. Hátíðin hefst á fimmtudagskvöldi með glæsilegum útiviðburði miðsvæðis í Reykjavík, en að honum loknum taka við fjölmargar og fjölbreyttar dagskrár víðsvegar í miðborginni.

Fyrirspurnir, hugmyndir og ábendingar

Nánari upplýsingar veita Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða, í gegnum síma 411 6010 eða Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri viðburða, í gegnum síma 411 6006.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

5 + 7 =