Unglingasmiðjur | Reykjavíkurborg

Unglingasmiðjur

Unglingasmiðjurnar eru félagslegt úrræði á vegum Reykjavíkurborgar. Smiðjurnar heyra undir Þjónustumiðstöð Breiðholts og báðar smiðjurnar þjóna allri Reykjavík. Starfsemi unglingasmiðjanna er sniðin að þörfum unglinga 13 - 18 ára, sem:

  • eru félagslega einangraðir, 
  • hafa orðið fyrir einelti,
  • eru óframfærnir/óvirkir,
  • sýna þunglyndis- og kvíðaeinkenni og/eða hafa lítið sjálfstraust,
  • eru með slaka félagsfærni og/eða búa við erfið uppeldisskilyrði.

Meginmarkmið starfsins eru að efla sjálfstraust, leita leiða til uppbyggilegra lausna, styrkja hópkennd og jákvæð samskipti, kenna að bera virðingu fyrir öðrum og sýna öðrum umburðarlyndi og auka hæfni í félagslegum samskiptum.

Starfsemi unglingasmiðjanna

Starfsemin með unglingunum fer fram í skipulögðu kvöldstarfi. Vikulegir fundir eru með hópunum í þeim tilgangi að auðvelda unglingunum að tjá sig af einlægni, auka hæfni þeirra til að setja sig í spor annarra og læra að treysta hvert öðru.

Einnig er lögð áhersla á einstaklingsviðtöl og persónulegan stuðning.

Þá er fengist við ýmis verkefni svo sem blaðaútgáfu, myndbandagerð, þemavinnu og listræna þjálfun. Auk þess er stunduð fjölbreytt tómstundaiðja og útivist og farið í lengri og skemmri ferðir innanlands og utan.

Ferill umsóknar/þjónustu

Unglingur tekur þátt með tilstuðlan ráðgjafa hjá þjónustumiðstöð.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá þjónustumiðstöð í þínu hverfi.


Forstöðumaður unglingasmiðjanna:
Belinda Karlsdóttir,
netfang: belinda.karlsdottir@reykjavik.is,
sími: 664 9973.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 0 =