Tökum nagladekkin úr umferð | Reykjavíkurborg

Tökum nagladekkin úr umferð

Nagladekk auka kostnað á viðhaldi gatna í Reykjavík með því að slíta malbikið hundraðfalt hraðar en önnur dekk, og þau auka eldsneytiskostnað bifreiða, þau valda óþarfa hávaða og draga úr loftgæðum með mengun. Neikvæð áhrif svifryks í andrúmslofti á heilsu manna hafa komið sífellt betur í ljós á síðustu árum. Ný rannsókn sýnir að hlutfall malbiks í svifryki hefur snarlækkað. Nagladekk eru ekki leyfileg í Reykjavík á tímabilinu frá 15. apríl til 1. nóvember og óæskileg á öðrum tímum.

Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár bent á að notkun nagladekkja innan borgarmarka er óþörf. Drög að reglugerð um mynstur hjólbarða, ný könnun á samsetningu svifryks og enn betri aðstæður fyrir vistvæna samgöngumáta styðja þá ábendingu.

Dýpt mynsturs í hjólbörðum hefur áhrif á hversu gott grip þeirra er. Í nýrri reglugerð um gerð og búnað ökutækja er nú krafist þriggja millimetra lágmarksdýptar mynsturs á vetrardekkjum fólksbifreiða. Ökumönnum er nú gert að nota slík dekk á tímabilinu 1. nóvember til 15. apríl.

Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 - 2030 er það markmið sett að hlutdeild almenningssamganga og gangandi og hjólandi vaxi verulega á næstu árum og mun það einnig bæta loftgæði í borginni.

Vetrarakstur

Samsetning svifryks

Drög að reglugerð.

Hvað er svifryk?

Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin. Börn og fólk með viðkvæm öndunarfæri eða astma ætti að halda sig fjarri fjölförnum umferðargötum þegar mengunargildi mælast há. Í Reykjavík er svifryk 50% uppspænt malbik, 10% sót, 25% jarðvegur og salt og bremsuborðar 15%. Önnur hver bifreið í Reykjavík var á negldum dekkjum í febrúar 2007. Tæplega 40% bifreiða voru á nöglum 2009 - 2010. Svifryksmengun er ein af helstu ástæðum heilbrigðisvandans sem rekja má til mengunar í borgum.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 6 =