Styrkir fyrir sérstaklega myndríka útgáfu um sögu Reykjavíkur | Reykjavíkurborg

Styrkir fyrir sérstaklega myndríka útgáfu um sögu Reykjavíkur

Hverjir geta sótt um?

Styrkirnir eru ætlaðir til  niðurgreiðslu á kostnaði vegna kaupa á ljósmyndum til birtingar frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Styrkirnir  eru vegna útgáfu bóka og/eða annars efnis sem kemur út á árinu  2018 eða í ársbyrjun 2019. Tilgangur styrkveitinganna er að hlúa að varðveislu menningararfleifðar Reykjavíkur og hvetja til miðlunar sögu hennar. Hópur skipaður þremur sérfræðingum á Menningar- og ferðamálasviði fer yfir umsóknir og gerir tillögu til menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar.

Í umsókn komi fram nauðsynlegar upplýsingar um umsækjanda ásamt  lýsingu á fyrirhugaðri útgáfu og verðáætlun Ljósmyndasafns Reykjavíkur vegna afgreiðslu ljósmynda í höfundarétti sem bera birtingagjald skv. gjaldskrá safnsins.

Umsókn merkt ,,Myndrík miðlun/útgáfa“ berist á netfangið menning@reykjavik.is. Umsóknir berist í síðasta lagi í dagslok fimmtudaginn 3. maí. 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 6 =