Sérkennsla | Reykjavíkurborg

Sérkennsla

Í öllum grunnskólum Reykjavíkur stendur börnum til boða aðstoð vegna sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra örðugleika og/eða fötlunar. Allt að fimmtungur nemenda fær sérkennslu af einu eða öðru tagi á hverju skólaári, flestir vegna lestrar- og skriftarörðugleika.

Grunnskólar Reykjavíkur fá sérstaka fjárúthlutun vegna barna með fatlanir og miklar sérþarfir í námi, meðal annars vegna geðraskana og annarra alvarlegra hegðunarvandamála. Skólastjóri sér um að fylla út umsókn um fjárúthlutun ásamt greiningargögnum og senda til skóla- og frístundasviðs. Úthlutað er í júní og endurskoðun úthlutunar fer fram í október.
 

Sérdeildir í skólum

Í grunnskólum Reykjavíkur starfa nokkrar sérdeildir með sérhæft hlutverk. Þær þjóna börnum úr öllum hverfum borgarinnar. Sex sérdeildir eru fyrir nemendur með einhverfu. Þær eru fyrir nemendur á aldrinum 6 - 16 ára í 1. til 10. bekk og eru 6 - 9 nemendur í hverri deild. Nánari upplýsingar um starfsemi þessara sérdeilda er á vefsíðum skólanna.

Sérdeild fyrir einhverfa er í Foldaskóla.
Sérdeild fyrir einhverfa í Háaleitisskóla.
Sérdeild fyrir einhverfa í Hamraskóla
Sérdeild fyrir einhverfa er í Langholtsskóla.
Sérdeild fyrir einhverfa er í Fellaskóla.
Sérdeild fyrir einhverfa er í Vogaskóla.
Í Hlíðaskóla er starfrækt táknmálssvið fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta nemendur.

Umsóknir um skólavist í sérhæfðri deild fyrir nemendur með einhverfu
Foreldrar sækja um skólavist í deildunum á sérstöku eyðublaði. Með umsókn þurfa að fylgja greiningargögn og skýrslur leik- eða grunnskóla vegna nemandans eftir því sem við á. Umsóknir skilist til skóla- og frístundasviðs eða til skólanna fyrir 1. mars ár hvert.

Inntökuteymi, sem í sitja skólastjórar og deildarstjórar deildanna ásamt fulltrúa skóla- og frístundasviðs, fjallar um umsóknir um skólavist. Ákvörðun um inntöku skal lokið fyrir 15. apríl og er öllum umsóknum svarað skriflega.

Reglur um innritun og útskrift úr einhverfudeild.

Verkefnastjóri sérkennslu er Hrund Logadóttir og veitir hún nánari upplýsingar um sérúrræði fyrir nemendur með félagslega örðugleika og/eða fötlun.

Skóli án aðgreiningar? - sjá hlaðvarp.

Sjá stefnu Reykjavíkurborgar um skóla án aðgreiningar.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 0 =