Réttindagæslumenn fatlaðs fólks | Reykjavíkurborg

Réttindagæslumenn fatlaðs fólks

Hlutverk réttindagæslumanns er að veita fötluðum einstaklingi, sem á erfitt með að gæta réttinda sinna sjálfur, aðstoð og ráðgjöf, telji hinn fatlaði einstaklingur eða einhver sem stendur honum nærri að réttindi hans séu ekki virt sem skyldi. 

Hjá Reykjavíkurborg eru tveir réttindagæslumenn og til þeirra er hægt að leita með allt sem varðar réttindi fatlaðs fólks í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Þeir eru:

Auður Finnbogadóttir
sími: 894-8996
audur@réttindagaesla.is
Aðsetur: Kringlunni 1, 103 Reykjavík

Jón Þorsteinn Sigurðsson
sími: 858 1627
 jons@rettindagaesla.is
Aðsetur: Kringlunni 1, 103 Reykjavík.


Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðs fólks er að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sé hafður að leiðarljósi við gerð framtíðarsýnar borgarinnar. Í því felst viðurkenning á sjálfstæðu lífi á eigin forsendum, jöfn tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, réttur til aðstoðar við að lifa innihaldsríku lífi og viðurkenning á fjölbreytileika mannlífsins og mannréttindum allra.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

15 + 4 =