Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA | Reykjavíkurborg

Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA

NPA er sérstakt tilraunaverkefni, sem nú stendur yfir hjá borginni. Umsækjendur sem valdir voru til þátttöku er boðið upp á NPA til reynslu til samræmis við framtíðarsýn borgarinnar í þjónustu við fatlað fólk en þar er lögð áhersla á að borgarbúar sem þurfa aðstoð í daglegu lífi hafi val um hvernig þeirri aðstoð sé háttað. 

Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA

Með því að gera samning um NPA fær notandi greiðslur í stað þjónustu, velur aðstoðarfólk, sér um verkstjórn, ákveður sjálfur hvað hann vill gera og hvernig aðstoðarfólk nýtist.
Grundvallarskilyrði fyrir samningi um NPA er að velferðarþjónusta og félagsleg heimaþjónusta sem veitt er á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks og félagsþjónustu sveitarfélaga falli niður, enda kemur NPA í stað þessara þjónustuþátta.
Í tilraunaverkefninu gátu tekið þátt þeir sem eiga lögheimili í Reykjavík eða á Seltjarnarnesi og falla undir lög um málefni fatlaðs fólks, nr. 59/1992 með síðari breytingum, eru á aldrinum 18 - 66 ára og þurfa daglega aðstoð. Foreldrar fatlaðra barna sem þurfa daglega aðstoð gátu sótt um fyrir hönd barna sinna. 

Ítarefni:

Bæklingur Reykjavíkurborgar um NPA.

Auðlesinn bæklingur Reykjavíkurborgar um NPA.
Handbók um NPA.
Leiðbeinandi reglur velferðarráðuneytis um NPA.
Lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992.
Lög um réttindagæslu fatlaðs fólks nr. 88/2011.
Reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu nr. 1054/2010.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Fyrirspurnum og/eða ábendingum ber að beina til þjónustumiðstöðvar í þínu hverfi. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið velferd@reykjavik.is.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 0 =