Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA | Reykjavíkurborg

Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA

Frá og með 1. október 2018 er hægt að sækja um NPA þjónustu hjá borginni samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

 

Fyrirkomulag vegna NPA

  • Með því að gera samning um notendastýrða persónulega aðstoð fær notandi greiðslur í stað þjónustu. Notandinn sér sjálfur um verkstjórn, ákveður hvað hann vill gera og hvernig aðstoðarfólk hans nýtist.
  • Sótt er um NPA á þjónustumiðstöðvum borgarinnar sbr. 11. gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Umsækjanda er í framhaldinu boðið í viðtal hjá ráðgjafa sem tekur við umsókn og setur matsferli af stað í samráði við umsækjandann.
  • Fram að áramótum 2018/19 verður unnið að gerð reglna um NPA. Ekki hefur verið hægt að hefja þá vinnu fyrr þar sem reglugerð og handbók um NPA eru í lokavinnslu hjá ráðuneytinu.
  • Ekki liggur fyrir hvaða fjármagn Reykjavíkurborg fær frá ríki vegna nýrra samninga á árinu 2019 en nú þegar er fjármagn vegna nýrra samninga á árinu 2018 fullnýtt.
  • Í bráðabirgðaákvæði með nýju lögunum er kveðið á um fjölgun samninga í áföngum til ársins 2022 en þá er gert ráð fyrir að rúmlega 170 samningar verði í gildi á landinu öllu.
     

Ítarefni

Lög um réttindagæslu fatlaðs fólks nr. 88/2011.
Reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu nr. 1054/2010.
 

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Fyrirspurnum og/eða ábendingum ber að beina til þjónustumiðstöðvar í þínu hverfi. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið velferd@reykjavik.is.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 1 =