Námsflokkar Reykjavíkur

Námskraftur

Suðurlandsbraut 32
108 Reykjavík

""

Námskraftur

Verkefnið Námskraftur er í dag á vegum Fjölbrautarskólans við Ármúla, en verkefnið var áður samstarfsverkefni FÁ, Námsflokka Reykjavíkur og Mennta- og barnamálaráðuneytisins. Kennsla fer fram á Suðurlandsbraut 32, 2. hæð, 108 Reykjavík í björtu og rúmgóðu húsnæði.

Námskraftur er einnar annar námsúrræði á framhaldsskólastigi. Námið hentar þeim nemendum sem treysta sér ekki beint inn í stóran framhaldsskóla og þurfa aukinn stuðning í byrjun eða hafa ekki náð að fóta sig í framhaldsskóla.

Markmiðið með Námskrafti er að styrkja nemendur með stuðningi og eftirfylgni til aukinnar ábyrgðar á námi sínu, með það að leiðarljósi að þau geti nýtt sér nám í framhaldsskólum og standist þær kröfur sem slíkt nám gerir til þeirra.