Mötuneyti í leikskólum | Reykjavíkurborg

Mötuneyti í leikskólum

Nýsköpun hnappurÍ leikskólum er lögð áhersla á hreyfingu og hollan mat samkvæmt leiðbeiningum Landlæknisembættisins. Leitast er við að skapa gæðastundir í kringum máltíðir og skapa góða matarmenningu með samveru og samkennd. Um 6000 börn matast í leikskólum borgarinnar alla virka daga ársins. 

Hvaða máltíðir eru í boði?

Í  leikskólum borgarinnar fá börnin daglega morgunverð, hádegisverð og nónhressingu. Áhersla er lögð á hollan mat sem uppfyllir hollustuviðmið Landlæknisembættisins. 

Mikilvægt er að foreldrar upplýsi leikskólastarfsfólk ef börn þeirra geta ekki borðað allan mat vegna mataróþols, ofnæmis eða af trúarlegum ástæðum. 

Hvað kostar þjónustan?

Fæðisgjald er hluti leikskólagjalda. Boðið er upp á morgunmat, hádegismat og síðdegishressingu.
Sjá nánar í gjaldskrá leikskólanna.

Hvernig er sótt um þjónustuna?

Þjónustan er innifalin í leikskólavist sem sótt er um á Rafrænni Reykjavík.

Við undirritun dvalarsamninga í leikskóla staðfestir foreldri við leikskólastjóra hvaða fæðisflokka óskast keyptir með vistun barns.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 2 =