Matur í grunnskólum

Flestir nemendur í grunnskólum Reykjavíkurborgar eru í mataráskrift í skólanum. Skólamatur kostar það sama í öllum skólum og ekki þarf að greiða fyrir fleiri en tvö grunnskólabörn frá sama heimili. 

Hvað kostar skólamatur?

Áskrift að skólamáltíðum miðast við 20 daga í mánuði og ekki er rukkað fyrir mat í júní, júlí og ágúst.

Reikningar vegna skólamáltíða eru sendir út eftirá og er gjalddagi í upphafi næsta mánaðar eftir gjaldamánuð. Veittur er 30 daga gjaldfrestur frá gjalddaga til eindaga en það er alfarið ákvörðun greiðanda hvort eða hversu mikið af gjaldfresti er nýttur.

Foreldrar greiða einungis máltíðagjöld fyrir tvö börn á sama fjölskyldunúmeri, þvert á skólastig (leik-, grunnskóla), önnur njóta 100% afsláttar.

Hvernig er sótt um skólamat? 

Þú sækir um mataráskrift rafrænt. Mataráskrift heldur áfram næsta skólaár nema henni sé sagt upp. Ef þú vilt hætta áskriftinni þá er líka sagt upp rafrænt. Uppsögn tekur gildi í lok þess mánaðar sem hafinn er þegar uppsögn berst. Þeir sem einhverra hluta vegna geta ekki skráð umsókn eða sagt upp rafrænt hafi samband við skólann og skrá eða afskrá skriflega á eyðublaði. Ef barnið þitt skiptir um skóla lokast mataráskrift sjálfkrafa í gamla skólanum og sækja þarf um í nýjum skóla.

Hvernig matur er í boði?

Það er boðið upp á hollan mat  í skólanum og hægt er að skoða matseðla á heimasíðu hvers skóla. Farið er eftir leiðbeiningum um hollan mat frá Landlæknisembættinu.