Listhópar Hins hússins | Reykjavíkurborg

Listhópar Hins hússins

Ungu fólki gefst kostur á að sækja um og koma með hugmyndir að skapandi verkefnum fyrir Listhópa Hins Hússins.  Valdir hópar eða einstaklingar úr hópi umsækjenda fá síðan tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum í átta vikur yfir sumartímann.  Þessi verkefni eru afar fjölbreytt, skapandi og skemmtileg og eru sýnileg víða í Reykjavíkurborg. Í gegnum árin hafa margir af okkar fremstu listamönnum tekið sín fyrstu skref í Listhópum Hins Hússins.

Heimasíða Hins hússins.
Listhóparnir á Facebook.

Hvernig sæki ég um?

Ungu fólki á aldrinum 17-25 ára með lögheimili í Reykjavík gefst kostur á að sækja um starf við Listhópa Hins Hússins. Útprentuðum umsóknum skal skilað í Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, merktum “Listhópar Hins Hússins,” en auk þess þarf að sækja um verkefnið á vef Reykjavíkurborgar og þarf útprentuð staðfesting að fylgja umsókninni.

Athugið að eingöngu er um laun til einstaklinga að ræða, en ekki önnur fjármögnun á verkefninu.

Skila þarf inn umsókn þar sem fram kemur:

 • Greinagóð lýsing á verkefninu, umfangi þess og markmiðum.
 • Tíma- og verkáætlun verkefnisins.
 • Fjárhagsáætlun.
 • Upplýsingar um umsækjendur verkefnisins og tilnefning á einum aðila sem tengilið verkefnisins.

 

Afgreiðsla umsókna

Fjögurra manna nefnd skipuð forstöðumanni Hins Hússins, deildarstjóra menningarmála Hins Hússins, fulltrúa frá Listaháskóla Íslands og einum utankomandi aðila tengdum menningu og listum fer yfir umsóknirnar og velur ákjósanleg verkefni.

Þættir sem nefndin hefur m.a. til hliðsjónar við verkefnaval eru:

 • Markmið,verkáætlun og framkvæmd
 • Frumleiki hugmyndarinnar
 • Samfélagsleg vídd verkefnisins
 • Reynsla umsækjenda
 • Fjármögnun verkefnisins sé tryggð
 • Fjölbreytni í verkefnavali/ vægi á milli listgreina-málaflokka
 • Kynjahlutfall umsækjenda
 • Gæði umsóknarinnar

Gerð er sú krafa að þeir sem fá úthlutað taki þátt í sameiginlegri dagskrá Listhópa Hins Hússins á þremur Föstudagsfiðrildum og Uppskeruhátíð í miðborg Reykjavíkur á tímabilinu, sem og á 17. júní og á Menningarnótt.

Nánari upplýsingar veitir Menningardeild í síma 411-5526.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

8 + 2 =