Jafningjafræðslan | Reykjavíkurborg

Jafningjafræðslan

Jafningjafræðslan býður ungmennum upp á góða og hnitmiðaða fræðslu sem mælir með heilbrigðum lífstíl. Hugmyndafræði jafningafræðslunnar er í stuttu máli sú að „ungur fræðir unga“. Störf jafningjafræðara eru mjög eftirsóknarverð hjá ungu fólki og árlega þurfa margir hæfir einstaklingar sem sækja um vinnu sem slíkir frá að hverfa.

Hvað er jafningjafræðslan?

Jafningjafræðslan er rekin af Hinu húsinu í Reykjavík. Hópurinn býður upp á fræðslu þar sem fram koma rök sem mæla með heilbrigðum lífstíl og gegn skaðlegri hegðun. Hugmyndafræði Jafningafræðslunnar er í stuttu máli sú að  „ungur fræðir unga“. Það sem felst í þessu er að forvarnir eru unnar af ungu fólki fyrir ungt fólk.

Fræðsla Jafningjafræðslunnar er gagnvirk og unnin á jafnréttisgrundvelli af ungmennum sem sjálf eru á aldrinum 17 til 21 árs. Jafningjafræðarar eru á svipaðri bylgjulengd og hafa svipaðan reynsluheim og ungmennin sem þau eru að fræða.

Jafningjafræðslan býður ungmennum upp á góða og hnitmiðaða fræðslu í félagsmiðstöðvum, grunnskólum, framhaldsskólum og í vinnuskólum ásamt því að skipuleggja vímulausar uppákomur af ýmsu tagi. Ungmennin eru frædd um margvísleg málefni, spurningum þeirra er svarað og farið er í skemmtilega og fræðandi hópeflisleiki.

Hvernig er hægt að sækja um?

Til að sækja um þarf fólk að vera á aldrinum 17 til 21 árs. Störf jafningjafræðara eru mjög eftirsóknarverð hjá ungu fólki og allir fræðarar þurfa að gangast í gegnum strangt ráðningarferli og inntökupróf. Árlega þurfa margir hæfir einstaklingar frá að hverfa í ráðningarferlinu og árið 2012 sóttu til að mynda 500 ungmenni um 9 lausar stöður hjá Jafningjafræðslunni.

Auglýst er eftir umsóknum árlega með öðrum sumarstörfum Reykjavíkurborgar.

Jafningjafræðarar eru einstaklingar sem eiga auðvelt með að ná til fólks, eru sjálfsöruggir og jákvæðar fyrirmyndir. Valdir eru einstaklingar sem önnur ungmenni vilja líkjast. Þar sem Ísland er lítið samfélag þá er gríðarlega mikilvægt að jafningjafræðarar séu einnig góðar fyrirmyndir í sínu einkalífi og stundi sjálfir það líferni sem þeir boða.

Er hægt að fá Jafningjafræðsluna í heimsókn?

Boðið er upp á góða og hnitmiðaða fræðslu sem tekur annað hvort heilan eða hálfan dag. Starfað er í þriggja þriggja manna teymum og hvert teymi fræðir um 10 - 20 ungmenni í hvert skipti.

Til að fá nánari upplýsingar og verðtilboð má senda tölvupóst á netfangið jafningi@hitthusid.is.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Hægt er nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu Jafningafræðslunnar, í gegnum síma 411 5500 og netfangið hitthusid@hitthusid.is.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

7 + 10 =