Hverfissjóður Reykjavíkur | Reykjavíkurborg

Hverfissjóður Reykjavíkur

Styrkumsóknir 2017

Frestur til að sækja um styrk til Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 er til miðnættis þriðjudaginn 25. apríl. Hægt er að sækja um styrki til verkefna í einu eða fleiri hverfum eða almennt í borginni.
 
Einstaklingar, hópar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir geta sótt um. Hámaksupphæð hvers styrks er 700.000 krónur.
 

Ferli umsóknar

Sótt er um á mínum síðum á Rafrænni Reykjavík. Stjórn sjóðsins fer yfir allar umsóknir og tekur ákvörðun um styrkveitingar í samræmi við úthlutunarreglur sjóðsins og styrkjareglur Reykjavíkurborgar. Rafrænt umsóknareyðublað fyrir Hverfissjóð Reykjavíkurborgar.

Tilgangur sjóðsins

Tilgangur Hverfissjóðs Reykjavíkur er að styðja við verkefni sem stuðla að eftirtöldum þáttum í hverfum borgarinnar:
  • bættu mannlífi og eflingu félagsauðs,
  • fegurri ásýnd borgarhverfa,
  • auknu öryggi í hverfum borgarinnar,
  • samstarfi íbúa, félagasamtaka eða fyrirtækja við borgarstofnanir.
Sjá nánar í úthlutunarreglum sjóðsins.

Um Hverfissjóð 

Hverfissjóður Reykjavíkurborgar byggir á samfélagssjóði SPRON sem var færður borginni til varðveislu og úthlutunar. Í stjórn Hverfissjóðs Reykjavíkur sitja samkvæmt skipun borgarstjóra: Ólöf Örvarsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson og Jón Halldór Jónasson. Nánari upplýsingar veitir verkefnisstjóri stjórnar sjóðsins Þór Steinarsson.
 
Fyrst var veitt úr sjóðnum árið 2013.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 4 =