Húsverndarstofa - ráðgjöf um viðhald og viðgerðir eldri húsa

Húsverndarstofan er fyrir húseigendur, iðnaðarmenn, arkitekta, námsmenn og allt áhugafólk um byggingarsögu og húsvernd. Húsverndarstofan hóf starfsemi árið 2007.

Hvaða hlutverki gegnir Húsverndarstofa?

Í Húsverndarstofunni er að finna safn bóka, tímarita, verklýsinga, laga og reglugerða sem varða hús og húsvernd. Einnig eru sýnishorn af byggingarhlutum sem framleiddir eru núna og henta í gömul hús, upplýsingar um hvar hægt er að nálgast þá og í hvernig hús þeir hæfa.

Hvenær og hvernig er veitt ráðgjöf?

Ráðgjöf er á Árbæjarsafni alla miðvikudaga frá kl. 15:00 til 17:00 frá febrúar og út nóvember. Einnig á sama tíma í síma 411 6333. Sérfræðingar frá Borgarsögusafni Reykjavíkur og Minjastofunun Íslands veita ráðgjöf til þeirra sem þess óska. Hægt er að skoða byggingartæknisögusýningu og nýta sér Húsverndarstofuna, án ráðgjafar sérfræðinganna, þegar Árbæjarsafn er opið; alla daga frá kl. 10:00 til 17:00 í júní, júlí og ágúst. Húsverndarstofa er opin miðvikudaga frá kl. 15:00 til 17:00.

Hvað kostar þjónustan?

Þjónustan er gjaldfrjáls.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Hægt er að hafa samband við Helgu Maureen Gylfadóttur í gegnum síma 411 6304 og netfangið helga.maureen.gylfadottir@reykjavik.is.

Nánari upplýsingar um Húsverndarstofu.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 1 =