Húsnæðisúrræði | Reykjavíkurborg

Húsnæðisúrræði

Verkefni á sviði húsnæðismála eru víðtæk. Má þar nefna upplýsingagjöf og ráðgjöf um húsnæðismál, afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðningur og móttöku umsókna um félagslegt leiguhúsnæði og úthlutun þess.

Jafnframt má nefna móttöku umsókna um þjónustuíbúðir og hjúkrunarrými í eigu Reykjavíkurborgar og úthlutun. Hægt er að leita til þjónustumiðstöðva í sínu hverfi um nánari upplýsingar.

Sértæk búsetuúrræði

Undir sértæk búsetuúrræði falla úrræði á við búsetu fyrir fatlað og geðfatlað fólk, stuðningsheimili fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur í bata og stuðningsbýli eða gistiskýli fyrir heimilislausa.

Stuðningsheimili

Stuðningsheimilið er nokkurskonar áfangaheimili en með miklum stuðningi.  Á heimilinu, sem rekið er af af utanaðkomandi aðila skv. þjónustusamningi við velferðarsvið, er pláss fyrir 8 einstaklinga þar sem hver hefur sitt eigið herbergi. Önnur aðstaða er sameiginleg.  Dagvakt starfsmanna er á virkum dögum auk þess sem litið er til með heimilinu utan þess tíma. Markmið heimilisins er að styðja þá einstaklinga til bata sem ekki hafa náð bata eftir hefðbundnum meðferðarúrræðum.

Til þess að eiga möguleika á búsetu á heimilinu þarf að sækja um hjá einhverri af þjónustumiðstöð velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Sérstakt inngönguteymi sér síðan um forgangsröðun umsókna og úthlutar í samráði við rekstraraðila. Eitt af skilyrðum fyrir inntöku er að viðkomandi einstaklingur hafi a.m.k. verið laus við áfengi í fjórar vikur.

Velferðarsvið Reykjavíkur úthlutar fé til daglegs reksturs en borgin sér um viðhald fasteignarinnar auk húsbúnaðar. Einnig eru heimilismenn í virku sambandi við félagsráðgjafa á vegum borgarinnar. Þar fyrir utan heldur yfirmaður fundi reglulega auk þess sem hann býður upp á einkaviðtöl við heimilismenn.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Hægt er að fá upplýsingar á þjónustumiðstöð í þínu hverfi (miðað við lögheimili) eða með því að senda tölvupóst á neftfangið velferd@reykjavik.is.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

6 + 13 =