Hjólaborgin Reykjavík | Reykjavíkurborg

Hjólaborgin Reykjavík

Í samræmi við stefnu Reykjavíkur­borgar um að efla vistvæna ferða­máta er það megin­markmið Hjól­reiða­áætlunar 2015–2020 að auka hlut­deild hjól­reiða í öllum ferðum í borginni. Aukin hlut­deild hjól­reiða er hag­kvæm, hefur góð áhrif á umhverfi, lýð­heilsu og lífs­gæði og skapar betri borg.

Hlutdeild hjólandi í öllum ferðum í Reykja­vík í dag er 5,5% samkvæmt ferða­venju­könnun sem gerð var í Reykja­vík í október og nóvember árið 2014. Í úrtakinu voru tæplega 8 þús. íbúar Reykjavíkur á aldrinum 6-80 ára. Hlutdeild hjólandi og gangandi var samtals 23,5% í sömu könnun. Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 eru sett fram þau markmið að árið 2030 verði hlutdeild hjólandi í öllum ferðum í Reykjavík a.m.k. 8% og að hlutdeild hjólandi og gangandi verði a.m.k. 30% árið 2030.

HJÓLABORGIN REYKJAVÍK - VEFUR

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 1 =