Heilbrigðiseftirlit | Reykjavíkurborg

Heilbrigðiseftirlit

Vörumynd
föstudagur, 13. júlí 2018

Krónan ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði lúxus ókryddaðar og kryddaðar grísakótilettur frá Spáni vegna þess að við eftirlit á markaði hefur Salmonella greinst í vörunni.  Nánari rannsókna er þörf til að staðfesta greininguna.

Mexican Mixed Vegetables
mánudagur, 9. júlí 2018

Madsa ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði frosið grænmeti vegna þess að það getur verið mengað af bakteríunni Listeria monocytogenes.

Umhverfis- og heilbrigðisráð
miðvikudagur, 4. júlí 2018

Fyrsti fundur umhverfis- og heilbrigðisnefndar var haldinn miðvikudaginn 4. júlí. Ráðið fer í sumarleyfi frá 11. júlí.

Loftgæðafarstöð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
fimmtudagur, 28. júní 2018

Loftgæðafarstöð Heilbrigðiseftirlitsins komið fyrir í nágrenni við Egilshöll.

Frá Nauthólsvík og Fossvogi. Mynd: Reykjavíkurborg.
þriðjudagur, 26. júní 2018

Dælustöðin við Hafnarbraut fer ekki á yfirfall aðfararnótt fimmtudags 28. júní næstkomandi samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ. Það er því ekki hætta á skólpmengun í sjónum Nauthólsvíkurmegin í Fossvogi. Öllum aðilum sem málið varðar hefur verið gert viðvart.

Himneskt,  lífrænar Chlorella töflur.
þriðjudagur, 12. júní 2018

 Innköllun á Himneskt Lífrænum chlorella-töflum vegna þess að varan inniheldur náttúrulegt súlfít yfir mörkum.

Stella
föstudagur, 8. júní 2018

Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Stella Artois bjór í 330 ml glerflöskum.

Innköllun á diskasetti fyrir börn.
föstudagur, 8. júní 2018

Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á diskasetti fyrir börn. 

Varan Krónan Lasagna hefur verið innkölluð af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
föstudagur, 1. júní 2018

Innköllun á Mexíkó lasagna, kjúklingalasagna og lasagna frá Krónunni vegna ómerktra ofnæmis- eða óþolsvalda (egg, sinnep, sellerí).

 

 

Fæðubótarefnið B-100
föstudagur, 25. maí 2018

Icepharma hefur, að höfðu samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað fæðubótarefnið B-100 frá Now vegna þess að það inniheldur of mikið af B6-vítamíni.


 

Nemendur Laugalækjarskóla snæða hafragraut að morgni.
miðvikudagur, 16. maí 2018

Ný matarstefna Reykjavíkurborgar hefur að markmiði að stuðla að betri heilsu borgarbúa, styrkjamáltíðaþjónustu og stuðla að því að borgin nái markmiðum um öryggi, sjálfbærni, lýðheilsu og hagkvæmni. Borgarstjórn samþykkti stefnuna á fundi sínum í gær. 

Það var kraftur í krökkunum í Norðlingaskóla
þriðjudagur, 8. maí 2018

Það var kraftur í krökkunum í Norðlingaskóla þegar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri fór í hjólatúr með þeim í tilefni verkefnisins Hjólakrafti. Hjólað var frá Norðlingaskóla að Morgunblaðshúsinu í Móavaði og framhjá golfvellinum í Grafarholti. 

 

Skíðasvæðið í Bláfjöllum
mánudagur, 7. maí 2018

Sveitarfélögin Reykjavíkurborg, Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær og Garðabær, sem sameiginlega reka skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins undirrituðu í dag samkomulag sem felur í sér að á næstu árum verður ráðist í endurnýjun á skíðasvæðunum.

Lagt af stað til vinnu
miðvikudagur, 2. maí 2018

Hjólað í vinnuna hófst með formlegum hætti í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum í morgun. heilsu og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sem haldið hefur verið árlega frá árinu 2003.

Now Ashwagandha hefur verið innkallað.
föstudagur, 20. apríl 2018

Icepharma hefur, að höfðu samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað fæðubótarefnið Now Ashwagandha vegna þess að það getur valdið neytendum heilsutjóni.

Nagladekk bönnuð
föstudagur, 13. apríl 2018

Nú styttist í Sumardaginn fyrsta og vert að minna á að nagladekk í Reykjavík eru ekki leyfileg eftir 15. apríl. Bifreiðar skulu þá vera á sumardekkjum eða heilsárdekkjum.

Svifryk í Reykjavík
fimmtudagur, 5. apríl 2018

Litlar líkur eru á úrkomu næstu daga og því líklegt að styrkur svifryks fari yfir heilsuverndarmörk. Mikilvægt er að ökumenn skipti út nagladekkjum sem fyrst til að minnka líkur á svifryksmengun. Styrkur svifryks verður líklega yfir sólarhringsheilsuverndarmörkum í dag.

Loftgæði geta verið slæm í borginni þegar kalt og þurrt er í veðri.
mánudagur, 12. mars 2018

Styrkur svifryks (PM10) hefur verið hár það sem af er degi,12. mars samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist  í nágrenni stórra umferðagatna.

Boveteflingor, hirsflingor, quinoaflingor, quinoamjöl
miðvikudagur, 7. mars 2018

Vegna ómerktra ofnæmis- og óþolsvalda (mjólkurduft og sojaprótein) hefur fyrirtækið Bændur í bæum í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vörur. 

Blágræn ofanvatnslausn á þróunarsvæði erlendis
mánudagur, 26. febrúar 2018

Reykjavíkurborg og Veitur hafa tekið höndum saman um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausnir (BGO) í Reykjavík en það felst í því að veita ofanvatni  á náttúrulegan hátt niður í jarðveginn í stað þess að veita því í hefðbundin fráveitukerfi. Námskeið var haldið í liðinni viku. 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

10 + 6 =