Heilbrigðiseftirlit | Reykjavíkurborg

Heilbrigðiseftirlit

Nóróveira í ostrum sýkti fjölmarga.
miðvikudagur, 28. nóvember 2018

Fyrr í þessum mánuði bárust fréttir af matareitrun af völdum nóróveiru hjá hópum einstaklinga í tengslum við neyslu sjávarafurða á Skelfisksmarkaðinum í Reykjavík. Staðfest hefur verið að orsök veikindanna má rekja til mengaðra ostra. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Matvælastofnun og Sóttvarnarlækni. 

Viðhald á þrýstilögnum fráveitu frá dælustöð við Hafnarbraut sem liggur yfir Fossvoginn og þrýstilögn frá dælustöð við Sæbólsbr.
fimmtudagur, 22. nóvember 2018

Viðhald á þrýstilögnum fráveitu frá dælustöð við Hafnarbraut sem liggur yfir Fossvoginn og þrýstilögn frá dælustöð við Sæbólsbraut að Fossvogsræsi. 
Í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar – og Kópavogssvæðis verða þrýstilagnir frá dælustöðvunum við Hafnarbaut og Sæbólsbraut hreinsaðar föstudaginn 23. nóvember til og með mánudeginum  26. nóvember.  

Svifryk mælist nú hátt. Minnt er á að nagladekk valda margfalt meiri svifryksmengun en venjuleg vetrardekk.
fimmtudagur, 15. nóvember 2018

Styrkur svifryks (PM10) er hár í dag, 15. nóvember skv. mælingum í mælistöðvum við Grensásveg og Fossaleyni/Víkurvegur.

Ljósmynd tekin í Heiðmörk
miðvikudagur, 14. nóvember 2018

Verkfræðistofan Vatnaskil hefur þróað aðferðafræði við reikninga á dreifingu olíu í jarðvegi og grunnvatni.

Myndin sýnir slæm loftgæði í Reykjavík vegna svifryksmengunar sem tengist bílaumferð.
föstudagur, 9. nóvember 2018

Nú er unnið að því að setja upp nýjan hugbúnað í loftgæðastöðvum og því birtast gögn ekki frá þessum stöðvum í nokkra daga. Heilbrigðiseftirlitið fylgist samt áfram með gögnum og mun senda út tilkynningar ef þurfa þykir.

Myndin sýnir mengun frá umferð í Reykjavík.
miðvikudagur, 31. október 2018

Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í borginni í dag, 31. október, skv. mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Slík mengun er beintengd umferðinni þegar hún er mest kvölds og morgna í stilltu veðri eins og er í dag.

Sólrún Harðardóttir á leið með lífrænt sorp í safnhauginn í garðinum
þriðjudagur, 30. október 2018

Í blokk á Fornhaganum eru íbúarnir sammála um að flokka sorp og vera eins umhverfisvænir og mögulegt er.  

 

Líf Magneudóttir og Jusin Vanhalst.
föstudagur, 26. október 2018

Loftslagsmaraþon (Climathon) hófst í dag og er haldið samtímis í 110 borgum í öllum heimsálfum í heilan sólarhring. Reykjavíkurborg tekur þátt í annað sinn, Líf Magneudóttir, formaður Umhverfis- og heilbrigðismálaráðs flutti opnunarávarp.  

Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti.
mánudagur, 22. október 2018

Nói Síríus hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti. Í ljós hefur komið að í hluta framleiðslulotu hefur röng vara blandast saman við rétta í pökkun. Sú vara sem pakkað var ranglega inniheldur ofnæmis- eða óþolsvaldinn heslihnetur en sú rétta ekki og því kemur ekki fram í listanum yfir innihaldsefnin að varan inniheldur heslihnetur.

Heilbrigðisfulltrúi setur upp hljóðmæli
föstudagur, 12. október 2018
Datu Puti Sojasósa
fimmtudagur, 4. október 2018

Lagsmaður ehf. og Vietnam Market ehf. hafa, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði sojasósu í 750 ml flöskum vegna þess að aðskotaefnið 3-MCPD greindist yfir mörkum í sósunni.
 

Gufunes.
miðvikudagur, 19. september 2018

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Efnarás ehf. til reksturs spilliefnamóttöku í Gufunesi, 112 Reykjavík. Efnarás ehf. rak áður spilliefnamóttöku að Klettagörðum 9 en nýtt húsnæði Efnarásar hýsti áður Efnamóttökuna og var hannað sérstaklega til móttöku og meðhöndlun spilliefna.

Vörumynd
föstudagur, 13. júlí 2018

Krónan ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði lúxus ókryddaðar og kryddaðar grísakótilettur frá Spáni vegna þess að við eftirlit á markaði hefur Salmonella greinst í vörunni.  Nánari rannsókna er þörf til að staðfesta greininguna.

Mexican Mixed Vegetables
mánudagur, 9. júlí 2018

Madsa ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði frosið grænmeti vegna þess að það getur verið mengað af bakteríunni Listeria monocytogenes.

Umhverfis- og heilbrigðisráð
miðvikudagur, 4. júlí 2018

Fyrsti fundur umhverfis- og heilbrigðisnefndar var haldinn miðvikudaginn 4. júlí. Ráðið fer í sumarleyfi frá 11. júlí.

Loftgæðafarstöð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
fimmtudagur, 28. júní 2018

Loftgæðafarstöð Heilbrigðiseftirlitsins komið fyrir í nágrenni við Egilshöll.

Frá Nauthólsvík og Fossvogi. Mynd: Reykjavíkurborg.
þriðjudagur, 26. júní 2018

Dælustöðin við Hafnarbraut fer ekki á yfirfall aðfararnótt fimmtudags 28. júní næstkomandi samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ. Það er því ekki hætta á skólpmengun í sjónum Nauthólsvíkurmegin í Fossvogi. Öllum aðilum sem málið varðar hefur verið gert viðvart.

Himneskt,  lífrænar Chlorella töflur.
þriðjudagur, 12. júní 2018

 Innköllun á Himneskt Lífrænum chlorella-töflum vegna þess að varan inniheldur náttúrulegt súlfít yfir mörkum.

Stella
föstudagur, 8. júní 2018

Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Stella Artois bjór í 330 ml glerflöskum.

Innköllun á diskasetti fyrir börn.
föstudagur, 8. júní 2018

Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á diskasetti fyrir börn. 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

9 + 11 =