Heilbrigðiseftirlit

Bústnar landnámshænur í garði í Reykjavík.
fimmtudagur, 24. september 2015

Það má halda fjórar hænur í Reykjavík en engan hana. Hænsnahald er leyfisskylt og skal sækja um leyfi fyrir því hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Loftgæði geta verið slæm í borginni þegar kalt og þurrt er í veðri.
mánudagur, 12. mars 2018

Styrkur svifryks (PM10) hefur verið hár það sem af er degi,12. mars samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist  í nágrenni stórra umferðagatna.

Boveteflingor, hirsflingor, quinoaflingor, quinoamjöl
miðvikudagur, 7. mars 2018

Vegna ómerktra ofnæmis- og óþolsvalda (mjólkurduft og sojaprótein) hefur fyrirtækið Bændur í bæum í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vörur. 

Blágræn ofanvatnslausn á þróunarsvæði erlendis
mánudagur, 26. febrúar 2018

Reykjavíkurborg og Veitur hafa tekið höndum saman um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausnir (BGO) í Reykjavík en það felst í því að veita ofanvatni  á náttúrulegan hátt niður í jarðveginn í stað þess að veita því í hefðbundin fráveitukerfi. Námskeið var haldið í liðinni viku. 

Hrista og baka vöfflur
mánudagur, 26. febrúar 2018

Katla hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði vöru vegna þess að hún inniheldur ómerktan ofnæmis- og óþolsvald (eggjaduft).

miðvikudagur, 14. febrúar 2018

Innköllun á glútenlausri vöru „Trafo Tortilla Chips Chili“ vegna þess að hún inniheldur glúten.

Í Elliðaárdalnum
föstudagur, 9. febrúar 2018

Í vatnssýnum sem safnað var úr vatnsveitu Veitna í Reykjavík kom í ljós að 0,2-0,4 plastagnir fundust í hverjum lítra vatns. Eru þetta mun betri niðurstöður en birtar voru í erlendri skýrslu um örplast í neysluvatni sem var í fréttum hér á landi í september. 

Neysluvatn
mánudagur, 5. febrúar 2018

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur fengið upplýsingar frá Veitum ohf. að niðurstöður rannsókna á hluta vatnssýna, sem fyrirtækið tók í borholum þess föstudaginn 2. febrúar sl., sýni of há gildi heildargerlafjölda við 22°C. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Matvælastofnun og sóttvarnarlæknir telja neysluvatnið öruggt og ekki þurfi að grípa til aðgerða.  

Innköllun á hummus frá Í einum grænum
föstudagur, 2. febrúar 2018

Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur: Innköllun á hummus frá Í einum grænum

Innköllun á glútenlausri vöru „Natural corn chips“
föstudagur, 2. febrúar 2018

Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur: Glútenlaust Natural corn chips“ innkallað vegna þess að varan inniheldur glúten.

Hafrakaka Bónus
þriðjudagur, 23. janúar 2018

Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Myllu Hafrakökum vegna aðskotahlutar sem fannst í einni köku.

Styrkur niturdíoxíðs (NO2) er hár í borginni í dag
föstudagur, 19. janúar 2018

Styrkur niturdíoxíðs (NO2) er hár í borginni um þessar mundir en þessi mengun orsakast á höfuðborgarsvæðinu við bruna efna í bílvélum. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hægviðri og frosti í dag. 

Neysluvatn
fimmtudagur, 18. janúar 2018

Niðurstöður vatnssýna úr borholum í Heiðmörk sýna góðar niðurstöður. 

Neysluvatn
fimmtudagur, 18. janúar 2018

Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur - upplýsingar um niðurstöður rannsókna á vatnssýnum. 

Drykkjarvatn
þriðjudagur, 16. janúar 2018

Ekki er nauðsynlegt að sjóða neysluvatn. 

Tap water is perfectly ok for most people although soil bacteria has been detected in it.
þriðjudagur, 16. janúar 2018

Soil bacteria has been detected in water in several drinking water wells in Reykjavík, caused by recent rains and quick changes in air temperature, thawing and freezing in short time periods. The bacteria is not harmful to healthy people but the Reykjavík Health Department recommends that water should be boiled for vulnerable individuals. 

Neysluvatn
mánudagur, 15. janúar 2018

Mælst hefur fjölgun jarðvegsgerla í kalda vatninu Í Reykjavík. Tvö sýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók 12. janúar stóðust ekki viðmið í reglugerð. Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef fólk er viðkvæmt fyrir, t.d. með lélegt ónæmiskerfi.  
  

 
 

 

Neysluvatn
fimmtudagur, 11. janúar 2018

Tilkynning frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um viðbrögð við fráviki í neysluvatni.

Gott að vera utandyra í hæfilegri fjarlægð frá umferðargötum bifreiða.
föstudagur, 5. janúar 2018

Styrkur svifryks var hár í Reykjavík eftir hádegi eins og í gær og má búast við að svo verði fram eftir degi. Þau sem eru viðkvæm fyrir ryki ættu að forðast útiveru í nánd við umferðargötur. Ágætt er að nota almenningssamgöngur. 

Mynd frá nýársdegi - Þröstur I. Víðisson
fimmtudagur, 4. janúar 2018

Styrkur svifryks fer hækkandi í Reykjavík og má búast við að svo verði fram eftir degi. Þau sem eru viðkvæm fyrir ryki ættu að forðast göngur í nánd við umferðargötur. Ágætt er að nota almenningssamgöngur. 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

14 + 3 =