Götuleikhúsið | Reykjavíkurborg

Götuleikhúsið

Á hverju sumri býðst níu ungmennum 17 - 25 ára að sækja um launað starf við Götuleikhús Hins hússins. Götuleikhúsið sér um ýmsar leikrænar uppákomur á götum og torgum borgarinnar. Hægt er að sækja um starf á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Eins er hægt að panta götuleikhúshópinn yfir sumartímann fyrir uppákomur.

Hvað er Götuleikhúsið?

Götuleikhúsið er skipað ungmennum sem vinna að leiksýningum í tvo mánuði yfir sumartímann. Götuleikhúsið sýnir svo afurðir sínar reglulega með leikrænum uppákomum á götum og torgum borgarinnar. Alla jafna vinnur einn leikstjóri með hópnum en þátttakendur sjá um undirbúning svo sem búningahönnun og handritsgerð í samvinnu við viðkomandi leikstjóra.

Hvernig sækir fólk um vinnu?

Auglýst er eftir fólki í Götuleikhúsið með sumarstörfum Reykjavíkurborgar ár hvert.

Umsóknin er metin af aðstandendum Götuleikhússins og við ákvörðun um afgreiðslu umsóknar þarf umsækjandi að gangast undir leikprufu í Hinu húsinu. Allir umsækjendur fá sent skriflegt svar. Ef niðurstaðan er jákvæð skrifar viðkomandi undir ráðningarsamning og fær vinnu við Götuleikhús Hins hússins.

Hvað kostar að fá Götuleikhúsið í heimsókn?

Hægt er að panta hópinn yfir sumartímann. Verð fer eftir tilefninu og lengd viðburðar hverju sinni.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Fyrirspurnum og ábendingum/kvörtunum skal beint til Markúsar H. Guðmundssonar, forstöðumanns Hins hússins gegnum netfangið markus@hitthusid.is Ásu Hauksdóttur, deildarstjóra menningarmála gegnum netfangið asa@hitthusid.is eða til íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkur, Borgartúni 12 - 14, 105 Reykjavík. Sími: 411 5000.
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 0 =