Gistiskýlið | Reykjavíkurborg

Gistiskýlið

Gistiskýlið er neyðarnæturathvarf fyrir heimilislausa karlmenn með lögheimili í Reykjavík. Öðrum er þó ekki vísað frá nema hvert rúm sé skipað. Gistskýlið er rekið af Reykjavíkurborg.

Ekki er leyfð neysla áfengis- eða annarra vímuefna í húsinu en áfengi er geymt fyrir gesti í læstum skáp yfir nótt. Í Gistiskýlinu eru tveir starfsmenn á vakt.

Gistiskýlið er að Lindargötu 48 en skýlið er opið alla daga, frá  kl. 17:00 til kl. 10:00 næsta dag. Í boði er kvöldhressing og morgunmatur fyrir dvalargesti.  

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 0 =