Geðteymi | Reykjavíkurborg

Geðteymi

Nýsköpunarverðlaun í opinberri stjórnsýslu 2015Þjónusta Geðheilsustöðvar heyrir frá og með 1. mars 2017 undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Henni er ætlað að þjónusta einstaklinga og aðstandendur þeirra í Breiðholti sem þurfa aðstoð geðheilsunnar vegna. Lögð er áhersla á samvinnu við aðrar stofnanir og samtök í samfélaginu sem koma að þjónustu við einstaklinga með geðraskanir. Geðheilsustöðin er í Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Með samstarfi fyrrnefndra stofnana er höfuðáhersla þjónustunnar í Breiðholti. Geðteymið þjónustar eigi að síður allri austur Reykjavík. 

Fyrir hverja er þjónustan?

Geðteymið er þverfaglegt teymi sem veitir þjónustu til einstaklinga sem eru greindir með geðsjúkdóm 18 ára og eldri og fjölskyldna þeirra. Gengið er út frá að þjónustuþegi þurfi þverfaglega þjónustu og þétta eftirfylgni vegna geðsjúkdóms. Þjónustan er veitt með heimavitjunum eða viðtölum í húsnæði Geðheilsustöðvar Breiðholts. Í teyminu starfa hjúkrunarfræðingur, geðhjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sálfræðingur og iðjuþjálfi.

Þjónustan er veitt frá kl. 8.00 til 20.00, alla virka daga. Unnið er út frá forsendum skjólstæðingsins og byggt er á hugmyndafræði „recovery model“ eða batahugmyndafræði.

Hlutverk og markmið þjónustunnar er:

 • að styðja einstaklinga með geðsjúkdóma í heimahúsum,
 • að stuðla að og viðhalda bata einstaklinga með geðsjúkdóma,
 • að tryggja samfellu í meðferð einstaklinga með geðsjúkdóma 18 ára og eldri,  
 • að fækka endurinnlögnum á sjúkrahús,                                           
 • að styrkja aðlögunarhæfni eftir útskrift af sjúkrahúsum,                  
 • að efla sálrænt og félagslegt heilbrigði einstaklingsins og fjölskyldu hans,
 • að hvetja til sjálfshjálpar og sjálfsvirðingar,                                      
 • að styðja einstaklinginn í að lifa innihaldsríku lífi.

Þjónustuþættir:

 • Stuðningur og eftirfylgni vegna sjúkdóms eða útskriftar af geðdeild.
 • Hvatning og stuðningur til að auka félagslega virkni og tengja við félagsleg úrræði.
 • Mat á andlegu og líkamlegu ástandi, búsetu og þjónustuþörf.
 • Lyfjagjafir og eftirlit með lyfjainntekt.
 • Hvatning og stuðningur til að sinna persónulegum þáttum svo sem persónulegu hreinlæti, umhirðu nánasta umhverfis, hreyfingu, mataræði og heilsufarseftirliti (á heilsugæslu og/eða með viðtölum hjá meðferðaraðila).
 • Fræðsla og stuðningur til skjólstæðingsins og fjölskyldu hans.                                      
 • Ráðleggingar hvar hægt sé að fá frekari stuðning og fræðslu.

Nánar um þjónustuna

Fræðsla

Geðheilsustöðin mun einnig standa fyrir reglulegri fræðslu fyrir nærsamfélagið og lögð verður áhersla á að standa að fræðslunni í samvinnu við fagfólk og notenda- og hagsmunasamtök geðsjúkra.

Batahugmyndafræði

Geðheilsustöð leggur áherslu á að veita gæðaþjónustu samkvæmt viðurkenndri þekkingu og mun starfa eftir batahugmyndafræði eða „recovery model“. Með batahugmyndafræði er einstaklingum leiðbeint að vinna með tilfinningar sínar og aðstæður. Þeim er mætt á jafnréttisgrundvelli ásamt því að virðing og viðurkenning er höfð að leiðarljósi.

Við þjónustulok er haft samband við þann aðila sem óskaði eftir þjónustu geðteymisins og honum gerð grein fyrir stöðu mála viðkomandi einstaklings/fjölskyldu.

Hvernig er sótt um þjónustuna?

Umsókn er send til Heilsugæslustöðvar höfuðborgarsvæðisins, merkt „Geðteymi“.  Umsókn er sótt með því að ýta á blá rammann hér efst á síðunni.

Hægt er að senda tölvupóst á netfangið heima@heilsugæslan.is.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Hægt er að hafa sambandi við Geðheilsustöð í gegnum síma 514 5930 eða tölvupóst á netfangið heima@heilsugæslan.is.

Sótt er um þjónustuna með því að fylla út umsókn en henni þarf að skila útprentaðri.

 

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 8 =