Framkvæmdasjá | Reykjavíkurborg

Framkvæmdasjá

Í Framkvæmdasjá er að finna upplýsingar um nýframkvæmdir og stærri viðhaldsverkefni Reykjavíkurborgar. Á korti af Reykjavík er vísað á upplýsingasíðu um hvert verkefni og einnig er listi yfir verkefni sem ekki hafa verið staðsett.

Opna Framkvæmdasjána.

Um Framkvæmdasjá

Áhersla er lögð á að viðhalda upplýsingum í Framkvæmdasjá með reglubundnum hætti og koma nýjum verkefnum á vefinn eins skjótt og mögulegt er. Hluta verkefna, einkum í upphafi verks, er ekki hægt að staðsetja á korti, en þau er þá að finna í samþykktri fjárhagsáætlun hvers árs.

Gerður er fyrirvari um að einstök verkefni í Framkvæmdasjá geta tekið breytingum við úrvinnslu þeirra og breyttar áherslur.

Framkvæmdasjáin var opnuð í janúar 2011 og var ákveðið að fyrst í stað skyldu verkefni afmarkast við nýframkvæmdir og stærri viðhaldsverkefni meðan reynsla væri að koma á notkun kennar. Til framtíðar voru hugmyndir að skoða möguleika á upplýsingagjöf um aðrar framkvæmdir, einkum þær sem tengjast afnotum af borgarlandi, en umhverfis- og skipulagssvið (áður framkvæmda- og eignasvið) gefur út heimildir til framkvæmda eða annarra afnota á borgarlandi.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Ábendingar vegna Framkvæmdasjárinnar eru vel þegnar og skulu þær sendast til upplýsingafulltrúa á netfangið jon.halldor.jonasson@reykjavik.is, eða á netfangið framkvaemdasja@reykjavik.is.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 4 =