Ferðaþjónusta fatlaðs fólks | Reykjavíkurborg

Ferðaþjónusta fatlaðs fólks

Ferðaþjónustu fatlaðs fólks er ætlað að gera þeim Reykvíkingum, sem ekki geta nýtt sér almenningsvagna, kleift að stunda atvinnu, nám og/eða njóta tómstunda.

Ferill umsóknar/þjónustu

Umsókn um ferðaþjónustu fatlaðs fólks skal senda til þjónustumiðstöðva í því hverfi sem umsækjandi býr og skal umsóknin metin á grundvelli möguleika umsækjanda til að nýta sér þjónustu almenningsvagna og/eða aðra ferðamöguleika.

Skila þarf læknisvottorði en þegar umsækjandi hefur fengið samþykkta umsókn getur hann snúið sér beint til rekstraraðila Strætó bs.

Fötluð ungmenni í framhalds- eða háskóla geta sótt um nemakort á þjónustumiðstöð í sínu hverfi. Með umsókn þarf að fylgja staðfesting á skólavist.

Bílar hjá akstursþjónustunni eru pantaðir í gegnum umsóknarform á vefnum www.akstursthjonusta.is eða með tölvupósti í gegnum netfangið pontun@straeto.is.“ 

Allar pantanir sem þurfa að afgreiðast innan sólarhings fara í gegnum síma akstursþjónustunnar, 540 2727.

Hvað kostar þjónustan?

Gjald fyrir hverja ferð hjá ferðaþjónustu fatlaðs fólks skal miðast við hálft almennt gjald hjá Strætó bs. samkvæmt gjaldskrá hverju sinni.

Nemakort fyrir 16-17 ára börn kosta 19.900 krónur á ári. Nemakort fyrir 18 ára og eldri kosta 46.700 á ári.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Hægt er að koma almennum kvörtunum/ábendingum á framfæri símleiðis eða í móttöku á þjónustumiðstöðvum borgarinnar, einnig velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 - 14, 105 Reykjavík. Sími: 4 11 11 11. Ákvörðun um synjun á ferðaþjónustu fatlaðs fólks má áfrýja til velferðarráðs Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 - 14, 105 Reykjavík. Skal það gert skriflega og eigi síðar en fjórum vikum eftir að viðkomandi barst vitneskja um ákvörðun. Ákvörðun velferðarráðs má áfrýja til úrskurðarnefndar félagsþjónustu, Borgartúni 12 - 14, 105 Reykjavík. Skal það gert ekki síðar en fjórum vikum frá því að viðkomandi barst vitneskju um ákvörðun.

Sótt er um þjónustuna á útprentuðu umsóknareyðublaði.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 0 =