Borgarverðir | Reykjavíkurborg

Borgarverðir

Borgarverðir eru færanlegt vettvangsteymi sérfræðinga sem þjónusta utangarðsfólk í Reykjavík. Þeim er ætlað að aðstoða fólk sem á í erfiðleikum vegna vímuefnafíknar og/eða geðsjúkdóma og sem stöðu sinnar vegna lendir í aðstæðum á almannafæri sem það ræður ekki við eða veldur öðrum ónæði. 

Hlutverk Borgarvarða

Borgarverðir aðstoða utangarðsfólk við að komast  í viðeigandi skjól eða kalla eftir annarri aðstoð eftir þörfum. Jafnframt sinna Borgarverðir forvarnar- og leitarstarfi sem er til þess fallið að koma í veg fyrir að þessir einstaklingar lendi í erfiðleikum með sjálfa sig eða aðra, eða lendi í þeim aðstæðum að valda ónæði á almannafæri í Reykjavík. Öll aðstoð byggist á grundvelli mannréttinda og skal mannréttindastefna Reykjavíkurborgar höfð að leiðarljósi.

Velferðarsvið leggur til þrjú stöðugildi fagaðila í verkefnið sem saman mynda Borgarverði.

Borgarverðir starfa ekki lengur en verkefnið var tilraunaverkefni  um færanlegt vettvangsteymi í þjónustu við utangarðsfólk.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 2 =