Atvinnuþróun | Reykjavíkurborg

Atvinnuþróun

Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar eflir Reykjavík í gegnum eignaumsýslu og atvinnuþróun. 

Atvinnuþróun

Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar aðstoðar innlend og erlend fyrirtæki að koma til eða þróast innan borgarinnar ásamt því að þróa og markaðsetja ný áhugaverð atvinnusvæði í Reykjavík. Skrifstofan er drifkraftur atvinnustefnu og aðalskipulags Reykjavíkurborgar. Reykjavík vill skapa hagkvæm skilyrði fyrir atvinnulíf í borginni og stuðla að stofnun og rekstri nýrra fyrirtækja, einkum lítilla og meðalstórra fyrirtækja, með áherslu á fjölbreytni, hátækni og nýsköpun á grundvelli hugmyndafræði um sjálfbæra þróun og vistvæna orkunýtingu. Skrifstofan leitast eftir því að vinna með sem flestum aðilum innan borgarinnar við að skapa kraftmikið umhverfi þar sem nýjar hugmyndir blómstra. Skrifstofan vinnur að atvinnuþróun í samræmi við atvinnustefnu Reykjavíkurborgar sem má nálgast hér til hliðar á síðunni.

Leiðarljós atvinnuþróunar í Reykjavík eru:

  • Reykjavík skapi kjörumhverfi þar sem einstaklingar og fyrirtæki sjá tækifæri í því að stofna til atvinnurekstrar;
  • Reykjavík styrki hlutverk sitt sem höfuðborg landsins og forystuafl á Íslandi í vaxandi alþjóðlegri samkeppni um fyrirtæki, fjárfestingu, vinnuafl og ferðamenn;
  • Reykjavík verði í fararbroddi í verðmætasköpun, menntun, velferð og lífsgæðum, mannréttindum og jafnréttismálum og axli forystuhlutverk við uppbyggingu og sjálfbæra þróun íslensks samfélags;
  • Reykjavík verði í fararbroddi grænnar þróunar. Heilnæmt umhverfi og fagurt mannlíf verði í fyrirrúmi;
  • Reykjavík þróist og dafni sem alþjóðleg menningar- og þekkingarborg þar sem eftirsóknarvert er að búa og starfa og gott er að vera gestur;
  • Reykjavíkurborg geri það sem í hennar valdi stendur til að atvinnulíf í Reykjavík byggi á fjölbreytni, háu þekkingarstigi, sköpunarkrafti, öflugum útflutningi og verðmætasköpun og styðji þannig við samkeppnishæfni Íslands til skemmri og lengri tíma.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 18 =