Að skipta um grunnskóla | Reykjavíkurborg

Að skipta um grunnskóla

Öll börn á grunnskólaaldri hafa forgang að skóla í sínu hverfi. Foreldrar geta þó valið annan skóla í sveitarfélaginu. Ef eldri nemendur í hverfisskólum skipta um skóla þarf að tilkynna það til þess skóla sem nemandinn er að hætta í sem síðan lætur skólayfirvöld vita. Sótt er um skólaskipti á Rafrænni Reykjavík.

Hvernig er sótt um skólaskipti?

Þú getur sótt um skólaskipti á Rafrænni Reykjavík og/eða haft samband við viðkomandi skóla. Þetta á ekki við um einkaskóla og sérskóla.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Þú getur sent inn fyrirspurnir, ábendingar og kvörtun til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 - 14, 105 Reykjavík. Sími: 4 11 11 11. Netfang: sfs@reykjavik.is.

Sótt er sérstaklega um skólavist í öðru sveitarfélagi en því sem barn hefur lögheimili í.

Þú sækir um þjónustuna á Rafrænni Reykjavík.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 12 =