17. júní - Þjóðhátíð í Reykjavík | Reykjavíkurborg

17. júní - Þjóðhátíð í Reykjavík

Höldum saman upp á 17. júní

Höfuðborgarstofa hefur tekið við skipulagningu hátíðahalda fyrir 17. júní í Reykjavík.  Við leitum að skemmtilegum, innihaldsríkum og frumlegum atriðum og uppákomum til að leiða þau í nýjar áttir.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir einstaklinga og hópa sem tengjast listum, íþróttum, dansi. sögu og menningu til í að taka þátt í að þróa hátíðina með okkur. 

Hátíðarsvæðið er miðborgin, allt frá Hörpu að Hljómskálagarði.

Taktu þátt í að móta þennan mikilvæga dag í höfuðborginni.

Opið er fyrir skráningar á 17.juni.is

Valin atriði verða tekin inn í dagskrá.

Umsóknarfrestur er til 14.maí 2017

Upplýsingar í síma 411 6000

Heimasíða 17. júní

Saga 17. júní

Í Reykjavík hefur þjóðhátíðardagurinn verið haldinn hátíðlegur með sérstakri hátíðardagskrá á Austurvelli. Fyrst var haldið opinberlega upp á 17. júní á 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar árið 1911. Árlega er auglýst eftir skemmti- og sýningaratriðum fyrir skemmtunina í Reykjavík. Í dagskránni er gert ráð fyrir barna- og fjölskylduskemmtunum.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Upplýsingar má nálgast í gegnum síma 411 6000 og hægt er senda okkur póst
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 3 =