Tæknilausnir í velferðarþjónustu | Reykjavíkurborg

Tæknilausnir í velferðarþjónustu

Tæknilausnir í velferðarþjónustu er framtíðin.  Hér er greint frá því sem hæst ber í nýsköpun og þróun lausna í þjónustu við fatlað fólk og eldri borgara.

  • Tæknilausnir í velferðarþjónustu
  • Tæknilausnir í velferðarþjónustu
  • Tæknilausnir í velferðarþjónustu
  • Tæknilausnir í velferðarþjónustu
  • Tæknilausnir í velferðarþjónustu
  • Tæknilausnir í velferðarþjónustu
  • Tæknilausnir í velferðarþjónustu

Nordic Innovation, úrslit keppninnar 2016

Norðmenn sigruðu Nordic Innovation keppnina með AbleOn Medical baðgrind og hlaut hugmyndin ríflega 15 milljónir íslenskra króna í verðlaun.

Fimm hugmyndir kepptu  til úrslita; frá Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og tvær frá Noregi.  Auk fyrstu verðlauna var veitt sérstök viðurkenning, tæplega þrjár milljónir, fyrir norræna samvinnu og kom hún í hlut verkefnisins AssiStep, göngugrind í tröppur sem minnkar líkur á því að fólk detti.  Að lokum voru veitt nemendaverðlaun, ein og hálf milljón, sem Ran Ma frá Danmörku fékk fyrir Siren socks  (snjallsokka fyrir sykursjúka)

Norræn verðlaunasamkeppni um sjálfstætt líf gekk vel og það er líklegra en ekki að þær tæknilausnir sem þar voru kynntar verði  í almennri notkun meðal aldraðra og fatlaðs fólks á næstu árum. Mikill vilji er meðal norrænu höfuðborganna að samvinnu í velferðarmálum.
 
Fagna ber framlögum frá stofnunum á sviði heilbrigðis- og velferðarmála og frá öðrum aðilum. Markmiðið er að skapa frjóan jarðveg eða vettvang til að skiptast á hugmyndum og miðla nýrri innsýn til þess að þær geti þróast áfram. Vonast er til að þróaðar verði nýjar lausnir til aðstoðar við aldrað og fatlað fólk eða fagfólk sem veitir því þjónustu auk þess að skapa viðskiptatækifæri bæði fyrir starfandi og ný fyrirtæki í nýsköpun.

Hverju var leitað lausna á?

Leitað var lausna sem auðvelda fötluðu fólki og öldruðum að lifa sjálfstæðu lífi.  Ef þú vilt kynnast markhópnum betur er hægt að kynna sér ólíkar þarfir hópsins á vef samkeppninnar. Meðal verkefna eru lausnir sem hjálpa fólki að muna, að fara milli staða eða draga úr einveru. Keppnin var um lausnir sem gera fólki kleift að taka virkan þátt í samfélaginu og njóta sömu lífsskilyrða og aðrir þrátt fyrir öldrun eða fötlun.

Samkeppnin var í þremur áföngum:

  1.  Í fyrsta áfanga var áhugasömum aðilum boðið að gera grein fyrir hugmyndum sínum en hægt var að senda hugmyndir inn á http://www.realchallenge.info/ til 18. mars 2015. Valdar voru 75 hugmyndir og þátttakendum boðið að taka þátt í vinnusmiðjum í Kaupmannahöfn 4. og 5. maí 2015. Þar skapaðist vettvangur til að deila hugmyndum og veittar voru upplýsingar um fyrirliggjandi þarfir og kröfur sem gerðar voru til lausna í samkeppninni fyrir næsta niðurskurð en 25 hugmyndir voru valdar til að halda áfram keppni.
  2. 25 fyrirtæki eða hópar voru valin úr fyrsta áfanga til þess að gera frumgerðar, þar sem hugmyndir þeirra gátu þróast í raunverulegar tækninýjungar eða lausnir. Veitt var leiðsögn og stuðningur til að beita þeim á hagnýtan hátt og leiðbeina um hvernig hægt væri að markaðsetja þær. 
  3. Í þriðja áfanga fengu hugmyndasmiðir fimm lausna tækifæri til að prófa þær í raunverulegum aðstæðum í höfuðborgunum fimm. Keppendur fengu styrk að upphæð 300 þúsund NKR (rúmlega 5 milljónir ISK) til þess að mæta kostnaði við þróun hugmyndanna.

Að lokum voru veitt fyrstu verðlaun að upphæð 1 milljón norska króna eða tæplega 15 milljónir íslenskra króna.  Auk aðalverðlauna voru veitt sérstök verðlaun fyrir þverfaglega norræna samvinnu og námsmannaviðurkenning.

Á meðan á samkeppninni stóð fengu umsækjendur aðstoð Norrænu höfuðborganna fimm við þróun hugmynda. Þetta var gert með því að veita þeim, styrk og skilning á þörfum markhópsins og þess fagfólks sem annast hann. Sú vinna var í samvinnu við fagfólk í borgunum, frumkvöðla og þróunarfyrirtæki. Auk þessa var samráð við alþjóðlega sérfræðinga sem hafa þekkingu á nýsköpun sem á sér stað í gegnum verðlaunakeppni sem þessa.

Netfang keppninnar á velferðarsviði Reykjavíkur er sjalfstaettlif@reykjavik.is
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

11 + 7 =