Svið borgarinnar | Reykjavíkurborg

Svið borgarinnar

Borgarstjóri er framkvæmdastjóri Reykjavíkurborgar og æðsti yfirmaður starfsmanna. Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara sér um almenna þjónustu við borgarstjóra og önnur nánar tilgreind verkefni.

Stjórnsýslan undir borgarstjóra er að öðru leyti skipulögð í samræmi við hið pólitíska stjórnkerfi.  Að verkefnum borgarráðs, það er stjórnsýslu og fjármálastjórnun, vinna fjármálasvið, stjórnsýslu- og starfsmannasvið og þjónustu- og rekstrarsvið.  Önnur svið bera heiti í samræmi við ráðin sem þau þjóna, það er íþrótta- og tómstundasvið, menningar- og ferðamálasvið, skóla- og frístundasvið, umhverfis- og skipulagssvið og velferðarsvið. Sviðsstjórar fara með stjórn sviðanna í umboði borgarstjóra en vinna jafnframt að ýmis konar undirbúningi stefnumörkunar með ráðunum.

Hér til hliðar er að finna yfirlit yfir öll svið borgarinnar.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

11 + 6 =